4.7. Koma á skýrri kröfu um skil á rauntölum um magn úrgangs og virkja eftirfylgni

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Í samstarfi við Umhverfisstofnun og viðeigandi hagaðila, útfæra verkferla þannig að skráningar á úrgangi sem fellur til við mannvirkjaframkvæmdir verði samræmdar, rafrænar og einungis þurfi að skila á einn stað. Samræma þarf söfnun upplýsinga svo að þær stangist ekki á. Byggingarverktakar ættu að geta nálgast þessar upplýsingar með auðveldum hætti hjá þeim fyrirtækjum sem annast meðhöndlun á úrgangi þeirra. Styðjast við fyrirmyndir frá Norðurlöndum. Hægt væri að ganga lengra og tengja við kerfið tölur um losun gróðurhúsalofttegunda og kostnað þannig að þau sem fylla út skjalið rafrænt fái upplýsingar um þessa þætti.

Markmið: Að magn, uppruni og örlög alls byggingarúrgangs á Íslandi verði þekkt árið 2030.

Ábyrgð: Innviðaráðuneyti, HMS.

Tími: 2023-2024.

Staðan ágúst 2023

Aðgerð hafin.

Aðgerðin verður unnin í tengslum við heildarendurskoðun á byggingarreglugerð; verkefni sem á að klárast fyrir lok árs 2024. 

Lokaafurð aðgerðar

Krafa um skil á rauntölum um magn úrgangs og virk eftirfylgni.

Annað tengt efni

Tengiliður

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, HMS, thora.thorgeirsdottir@hms.is.