4.8. Greina hvort og hvaða ákvæði í lögum um byggingarvörur og byggingarreglugerð væri hægt að endurskoða til að stuðla að aukinni virkni hringrásarhagkerfisins, án þess að það komi niður á öryggi og gæðum

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Ýmis ákvæði í Evrópulöggjöf og íslenskri byggingarlöggjöf hindra endurnotkun margra byggingarefna, vegna krafna um CE-merkingar, öryggi og lágmarksgæði. Þau ættu þó ekki að hindra úrgangsmeðhöndlun ofar í úrgangsþríhyrningnum, það er endurvinnslu eða aðra endurnýtingu. Greina þarf hvort og hvernig væri hægt að endurskoða lög og reglugerðir til eflingar hringrásarhagkerfisins, í samræmi við kröfur um öryggi og gæði. Meðal annars væri hægt að byggja á CIRCON-verkefninu (hringarásarverkefni sem er verkefnastýrt af Grænni byggð) og norræna samstarfsverkefninu Nordic Network for Circular Construction.

Markmið: Að finna leiðir til að ryðja úr vegi ákvæðum sem hindra virkni hringrásarhagkerfisins, án þess að afsláttur sé gefinn á öryggi og gæði mannvirkja. Að finna leiðir fyrir ný ákvæði sem stuðla að aukinni virkni hringrásarhagkerfisins.

Ábyrgð: Innviðaráðuneyti, HMS.

Tími: 2022-2023.

Staðan ágúst 2023

Aðgerð hafin.

Greining hófst með verkefninu Circon, sem Grænni byggð hefur unnið síðan 2022.

Aðgerðin verður unnin í tengslum við heildarendurskoðun á byggingarreglugerð; verkefni sem á að klárast fyrir lok árs 2024. Hvað endurnotkun byggingarvara varðar, verður m.a. tekið tillit til endurskoðunar á Evrópuregluverki um byggingarvörur (CPR-review) og norrænu samstarfi því tengdu, sem bæði innviðaráðuneytið og HMS hafa tekið þátt í.

Lokaafurð aðgerðar

Greining á því hvort og hvaða ákvæði í lögum um byggingarvörur og byggingarreglugerð væri hægt að endurskoða til að stuðla að aukinni virkni hringrásarhagkerfisins, án þess að það komi niður á öryggi og gæðum. Tillaga að endurskoðuðum ákvæðum lögð fram.

Annað tengt efni

Tengiliður

Elín Þórólfsdóttir, HMS, Elin.Thorolfsdottir@hms.is