Staðan mars 2024
Aðgerð lokið.
Frá ágúst 2022 til mars 2024 var starfandi starfshópur um gerð samræmdrar aðferðafræði fyrir gerð lífsferilsgreininga (LCA) á íslenskum byggingum. Hópurinn leitaði fanga hjá sérfræðingum á Íslandi, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíðþjóð.
Í LCA-hópnum sátu:
- Helga María Adólfsdóttir, Mannvit/fulltrúi FRV (verkefnastjóri)
- Alexandra Kjeld, Grænni byggð/Efla
- Lilja Sigurrós Davíðsdóttir, VSÓ ráðgjöf
- Ólafur Ögmundarson, HÍ
- Viggó Magnússon, HR/Arkís
Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, Olga Árnadóttir, Elísabet Vilmarsdóttir og Elín Þórólfsdóttir, HMS, voru hópnum til aðstoðar.
Þann 2. júní 2023 boðuðu HMS og Byggjum grænni framtíð til vinnustofu í þeim tilgangi að kynna fyrstu drög að tillögum hópsins og fá innlegg frá hagaðilum til áframhaldandi úrvinnslu.
Hátt í 50 sérfræðingar frá allri virðiskeðju mannvirkjageirans mættu á vinnustofuna bæði í raunheimum og á Teams. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir þátttökuna.
Í upphafi vinnustofunnar voru haldin tvö erindi, fyrst var farið yfir stöðuna á innleiðingu LCA í Danmörku og svo voru tillögur LCA-hópsins kynntar:
- Harpa Birgisdóttir, prófessor við Álaborgarháskóla: Innleiðing LCA í Danmörku (sjá upptöku af erindi Hörpu).
- Helga María Adólfsdóttir, Mannvit, hópstjóri LCA-hóps: Drög að tillögu sérfræðingshóps um samræmda aðferðafræði við gerð lífsferilsgreininga fyrir íslenskar byggingar (sjá upptöku af erindi Helgu og umræður í framhaldinu)
Í framhaldinu fóru fram umræður meðal þátttakenda vinnustofunnar; einn hópur var á Teams og fjórir hópar í raunheimum (þ.e. í sal Verkfræðingafélags Íslands). Þar gafst hagaðilum tækifæri til að ræða tillögur hópsins en umræðustjórar á hverju borði voru aðilar úr LCA-hópnum. Mikilvæg sjónarmið komu þar fram sem hópurinn mun taka til úrvinnslu áður en lokatillaga hópsins fer í samráð í haust.
Starfshópurinn þróaði tillögur sínar nánar, m.a. í lokuðu samráði innan Samtaka iðnaðarins og afhendi þær til stýrihóps um endurskoðun á byggingarreglugerð.
Í lok janúar 2024 var í Samráðsgátt birt tillaga að breytingu á byggingarreglugerð með innleiðingu lífsferilsgreininga ásamt tillögum hópsins um samræmda aðferðafræði.
Þann 26. mars 2024 var haldið útgáfuhóf þar sem fagnað var:
– Útgáfu á breytingum á byggingarreglugerð, sem fjalla um innleiðingu lýfsferilsgreininga.
– Útgáfu á leiðbeiningum við gerð lífsferilsgreininga og öðrum upplýsingum á hms.is/lifsferislgreining.
– Opnun LCA-skilagáttar á hms.is/lifsferislgreining.
– Upphafi á 18 mánaða aðlögunartímabili, áður en skylda til að gera og skila lífsferilsgreiningum fyrir nýbyggingar tekur gildi.
Lokaafurð aðgerðar
– Nálgast má reglugerð um breytingu byggingarreglugerðinni hér. Uppfærða byggingarreglugerð má nálgast hér.
– Á hms.is/lifsferilsgreining má nálgast nánari leiðbeiningar um gerð lífsferilsgreininga. Þar á meðal er einnig hægt að nálgast íslenskt meðaltalsgildi, helstu fyrirspurnir, rafræna skilagátt, yfirlit um helstu hugbúnaði fyrir gerð lífsferilsgreiningar, námskeið og ýmiss konar ítarefni.
– Skila þarf niðurstöðum lífsferilsgreininga til HMS í gegnum rafræna skilagátt, bæði á hönnunarstigi áður en sótt er um byggingarleyfi og á lokastigi áður en lokaúttekt fer fram. FSRE skilaði inn fyrstu lífsferilsgreiningunni sem VSÓ Ráðgjöf vann.
– Hægt er að senda fyrirspurnir með því að senda tölvupóst á netfangið lca@hms.is og hringja í síma 440-6400.
– Hugmyndin er að síðan verið skilgreind sérstök grunnviðmið fyrir kolefnisspor ólíkra mannvirkja (e. limit value).
– Nálgast má reglugerð um breytingu byggingarreglugerðinni hér. Uppfærða byggingarreglugerð má nálgast hér.
Annað tengt efni
Leiðbeiningar um lífsferilsgreiningar fyrir byggingar í Danmörku.
Leiðbeiningar um lífsferilsgreiningar fyrir byggingar í Svíþjóð.
Samnorrænt samstarfsverkefni um vistvæna mannvirkjagerð: Nordic Sustainable Constructions
Tengiliðir
Elín Þórólfsdóttir, HMS, elin.thorolfsdottir@hms.is
Frá útgáfuhófi; lífsferilsgreiningar í byggingarreglugerð 26. mars 2024.
Frá útgáfuhófi; lífsferilsgreiningar í byggingarreglugerð 26. mars 2024.
Frá útgáfuhófi; lífsferilsgreiningar í byggingarreglugerð 26. mars 2024.
Frá vel heppnaðri LCA-vinnustofu, 2. júní 2023