5.1.3. Samræma aðferðafræði við gerð lífsferilsgreininga bygginga

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Aðferðafræði um lífsferilsútreikninga fyrir íslenskar byggingar verði samræmd; hægt væri að líta til dæmis til Noregs og Danmerkur í því sambandi. Þrjár tegundir af greiningum skilgreindar: Skönnuð (e. screening) LCA, einföld LCA og heildstæð LCA. Sameiginlegur farvegur skilgreindur fyrir skráningu á niðurstöðum lífsferilsgreininga.

Markmið: Að tryggja að forsendur og afmörkun í íslenskum lífsferilsgreiningum sé sú sama. Að tryggja að hægt sé að bera saman lífsferilsgreiningar og lífsferilsfasa bygginga. Að auka trúverðugleika greininga. Að afla gagna um losun frá byggingum svo hægt sé að meta betur heildarlosun íslenska byggingariðnaðarins.

Ábyrgð: HMS.

Staðan í maí 2022: Undirbúningur á aðgerð hafinn.

Tími: 2022.

 

Staðan mars 2024

 

Aðgerð lokið.

Frá ágúst 2022 til mars 2024 var starfandi starfshópur um gerð samræmdrar aðferðafræði fyrir gerð lífsferilsgreininga (LCA) á íslenskum byggingum. Hópurinn leitaði fanga hjá sérfræðingum á Íslandi, Finnlandi, Danmörku, Noregi og Svíðþjóð.

Í LCA-hópnum sátu:

  • Helga María Adólfsdóttir, Mannvit/fulltrúi FRV (verkefnastjóri)
  • Alexandra Kjeld, Grænni byggð/Efla
  • Lilja Sigurrós Davíðsdóttir, VSÓ ráðgjöf
  • Ólafur Ögmundarson, HÍ
  • Viggó Magnússon, HR/Arkís

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, Olga Árnadóttir, Elísabet Vilmarsdóttir og Elín Þórólfsdóttir, HMS, voru hópnum til aðstoðar.


Þann 2. júní 2023 boðuðu HMS og Byggjum grænni framtíð til vinnustofu í þeim tilgangi að 
kynna fyrstu drög að tillögum hópsins og fá innlegg frá hagaðilum til áframhaldandi úrvinnslu.

Hátt í 50 sérfræðingar frá allri virðiskeðju mannvirkjageirans mættu á vinnustofuna bæði í raunheimum og á Teams. Við þökkum þeim öllum kærlega fyrir þátttökuna.

Í upphafi vinnustofunnar voru haldin tvö erindi, fyrst var farið yfir stöðuna á innleiðingu LCA í Danmörku og svo voru tillögur LCA-hópsins kynntar:

Í framhaldinu fóru fram umræður meðal þátttakenda vinnustofunnar; einn hópur var á Teams og fjórir hópar í raunheimum (þ.e. í sal Verkfræðingafélags Íslands). Þar gafst hagaðilum tækifæri til að ræða tillögur hópsins en umræðustjórar á hverju borði voru aðilar úr LCA-hópnum. Mikilvæg sjónarmið komu þar fram sem hópurinn mun taka til úrvinnslu áður en lokatillaga hópsins fer í samráð í haust.

Starfshópurinn þróaði tillögur sínar nánar, m.a. í lokuðu samráði innan Samtaka iðnaðarins og afhendi þær til stýrihóps um endurskoðun á byggingarreglugerð. 

Í lok janúar 2024 var í Samráðsgátt birt tillaga að breytingu á byggingarreglugerð með innleiðingu lífsferilsgreininga ásamt tillögum hópsins um samræmda aðferðafræði. 

Þann 26. mars 2024 var haldið útgáfuhóf þar sem fagnað var:

– Útgáfu á breytingum á byggingarreglugerð, sem fjalla um innleiðingu lýfsferilsgreininga.

– Útgáfu á leiðbeiningum við gerð lífsferilsgreininga og öðrum upplýsingum á hms.is/lifsferislgreining.

– Opnun LCA-skilagáttar á hms.is/lifsferislgreining.

– Upphafi á 18 mánaða aðlögunartímabili, áður en skylda til að gera og skila lífsferilsgreiningum fyrir nýbyggingar tekur gildi.

Lokaafurð aðgerðar

– Nálgast má reglugerð um breytingu byggingarreglugerðinni hér. Uppfærða byggingarreglugerð má nálgast hér.

– Á hms.is/lifsferilsgreining má nálgast nánari leiðbeiningar um gerð lífsferilsgreininga. Þar á meðal er einnig hægt að nálgast íslenskt meðaltalsgildihelstu fyrirspurnirrafræna skilagátt, yfirlit um helstu hugbúnaði fyrir gerð lífsferilsgreiningarnámskeið og ýmiss konar ítarefni.

– Skila þarf niðurstöðum lífsferilsgreininga til HMS í gegnum rafræna skilagátt, bæði á hönnunarstigi áður en sótt er um byggingarleyfi og á lokastigi áður en lokaúttekt fer fram. FSRE skilaði inn fyrstu lífsferilsgreiningunni sem VSÓ Ráðgjöf vann.

– Hægt er að senda fyrirspurnir með því að senda tölvupóst á netfangið lca@hms.is og hringja í síma 440-6400.

– Hugmyndin er að síðan verið skilgreind sérstök grunnviðmið fyrir kolefnisspor ólíkra mannvirkja (e. limit value).

– Nálgast má reglugerð um breytingu byggingarreglugerðinni hér. Uppfærða byggingarreglugerð má nálgast hér.

Annað tengt efni

Leiðbeiningar um lífsferilsgreiningar fyrir byggingar í Danmörku.

Leiðbeiningar um lífsferilsgreiningar fyrir byggingar í Svíþjóð.

Samnorrænt samstarfsverkefni um vistvæna mannvirkjagerð: Nordic Sustainable Constructions

Tengiliðir

Elín Þórólfsdóttir, HMS, elin.thorolfsdottir@hms.is 

 

Frá útgáfuhófi; lífsferilsgreiningar í byggingarreglugerð 26. mars 2024. 

Frá útgáfuhófi; lífsferilsgreiningar í byggingarreglugerð 26. mars 2024. 

Frá útgáfuhófi; lífsferilsgreiningar í byggingarreglugerð 26. mars 2024. 

Frá vel heppnaðri LCA-vinnustofu, 2. júní 2023