Staðan ágúst 2023
Aðgerð er í vinnslu.
Verkefnið fékk styrk úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði við úthlutun fyrir árið 2023 og 2024.
Ljóst er að vinnslu þess mun ekki ljúka árið 2023 eins og áætlað var í Vegvísinum.
Kannað er hvernig umhverfisáhrif bygginga eru metin og hvernig þau eru metin. Við skoðum skilgreininguna á kolefnishlutlausri byggingu við íslenskar aðstæður og hvernig hægt er að ná kolefnishlutleysi í mismunandi lífsferilsfösum og byggingarhlutum.
Lokaafurð aðgerðar
- Skilgreining á kolefnishlutlausri byggingu.
- Yfirfærsla skilgreininga á íslenskar aðstæður þar sem meðal annars er tekið tillit til raforku, byggingarmenningar, auðlinda, loftslags og markaðsaðstæðna.
- Leiðbeiningar um hvernig ná skal kolefnishlutleysi á hverjum byggingarfasa á lífsferli byggingar.
- Hvernig og hve mikið hægt er að kolefnisjafna til að ná kolefnishlutleysi.
Annað tengt efni
Skýrslan sem var unnin fyrir Ask er á heimasíðu Grænni byggðar: https://www.graennibyggd.is/kolefnishlutlausbygging
Tengiliður
Áróra Árnadóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar, arora@graennibyggd.is
Elín Þórólfsdóttir, sérfræðingur í vistvænni mannvirkjagerð, elin.thorolfsdottir@hms.is
Elín Þórólfsdóttir, sérfræðingur í vistvænni mannvirkjagerð, elin.thorolfsdottir@hms.is