Staðan júní 2024
Aðgerð í endurmat.
Fyrir liggur tillaga að verk- og tímaáætlun fyrir verkefnið, sem Samband íslenskra sveitarfélaga gerði í samstarfi við ráðgjafastofuna Alta.
Leitað hefur verið eftir fjármagni fyrir gerð handbókarinnar. Meðal annars vann sambandið í samstarfi við Alta styrkumsókn í hringrásarhagkerfissjóð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Enn hefur ekki tekist að fjármagna verkefnið.
Komið hefur í ljós að einfaldar breytingar á byggingareglugerð gætu gert mikið gagn en til staðar er ákveðin skörun úrgangslöggjafar og byggingarreglugerðar, sbr. minnisblað Sambands íslenskra sveitarfélaga um það efni. Þessu hefur verið komið á framfæri gagnvart þeim sem vinna að heildarendurskoðun á byggingarreglugerð.
Þá má geta þess að í maí 2023 stóð Samband íslenskra sveitarfélaga fyrir opnum fundi fyrir sveitarfélög og aðra áhugasama í samstarfi við Grænni byggð undir formerkjunum ,,Kröfur til hins byggða umhverfis vegna innleiðingar hringrásarhagkerfis“. Hér má nálgast upptöku af fundinum: https://www.samband.is/vidburdir/krofur-til-hins-byggda-umhverfis-vegna-innleidingar-hringrasarhagkerfis/
Lokaafurð aðgerðar
Aðgerð í endurmat.
Lokaafurðin felst í handbók um skipulag og hönnun í kringum hringrásarhagkerfið. Afurð verkefnisins verða m.ö.o. leiðbeiningar með myndum og gátlistum um hvernig eigi að skipuleggja, hanna og byggja upp innviði sem styðja við markmið hringrásarhagkerfisins, þ.e. lágmörkun úrgangs, bætta flokkun, hagkvæma meðhöndlun og skil til endurnotkunar og endurvinnslu.
Verkefnið fólst í því að gefa út leiðbeiningar með lykilupplýsingum um rými og aðgengi á svæðum bæði í kringum flokkun og skil úrgangs, ásamt dæmum um gott skipulag og hönnun. Mörg dæmi um nýlega úrgangsinnviði sýna að útfærsla á ólíkum þáttum geta gleymst, svo aðgengi að innviðunum og virkni hringrásarinnar takmarkast, t.d. að ekki sé tekið tillit til stærðar hirðubíla sem losa ílát undir úrgang, aðgengi starfsfólks sem sinnir losun ílátanna o.s.frv.
Annað tengt efni
Tengiliður
Hugrún Geirsdóttir, sérfræðingur í umhverfis- og úrgangsmálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, hugrun.geirsdottir@samband.is