Staðan júní 2024
Aðgerð í endurmat.
Mannlíf, byggð og bæjarrými – Leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli.
Vandað skipulag og hönnun bæjarrýma er mikilvægur þáttur þess að stuðla að sjálfbærri þróun og lífsgæðum fólks. Með samþættingu góðrar byggðar og vistvænna samgangna má móta eftirsóknarvert umhverfi til lífs og starfa og um leið ná fram ávinningi í loftslagsmálum. Ritinu Mannlíf, byggð og bæjarrými – Leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli er ætlað að vera vísir á þeirri leið, til leiðbeiningar og stuðnings þeim sem fást við skipulagsmál.
Leiðbeiningarnar eru samvinnuverkefni Skipulagsstofnunar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH) og eru hluti af útfærslu stefnumörkunar á þessu sviði, sem kemur fram í landsskipulagsstefnu og svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins.
Umrætt rit fjallar um sjálfbært skipulag í þéttbýli; ljóst er að aðgerðin 5.3.6. um leiðbeiningar og gagnabanki um loftslagsmiðað skipulag er víðtækari. Í því sambandi þarf að hafa í huga að aðgerð 5.3.6. á rót sína að rekja til tillögu að endurskoðaðri landsskipulagsstefnu 2015-2026, sem var lögð fram á Alþingi 2021 en var ekki samþykkt.
Aðgerð 5.3.6 tengist aðgerð 1, 2 og 18 í aðgerðaráætlun landsskipulagsstefnu sem var samþykkt í maí 2024.
Sjálfbær þróun er eitt af meginmarkmiðum skipulagslaga þ.e. þau eiga að stuðla að skynsamlegri og hagkvæmri nýtingu lands og landgæða, tryggja vernd landslags, náttúru og menningarverðmæta og koma í veg fyrir umhverfisspjöll og ofnýtingu, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.
Ljóst er að endurskoða þarf aðgerðina með tilliti til endurskoðaðrar landskipulagsstefnu
Lokaafurð aðgerðar
Aðgerð í endurmat.
Annað tengt efni
Mannlíf, byggð og bæjarrými – Leiðbeiningar um sjálfbært skipulag og vistvænar samgöngur í þéttbýli
Tengiliður
Ester Anna Ármannsdóttir, sviðstjóri, svið stefnumótunar og miðlunar hjá Skipulagsstofnun, ester.armannsdottir@skipulag.is