6.1. Tillaga til fjármálaráðuneytis um opinbera hvata fyrir vistvæna mannvirkjagerð

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Hvatarnir gætu verið á formi afslátta, ívilnana, gjaldsetningar og skatta. Tillögurnar byggjast á víðtæku samráði við hagaðila í byggingariðnaðinum og úrvinnslu samstarfsverkefnisins Byggjum grænni framtíð.

Markmið: Að skapa fjárhagslega og faglega umgjörð sem stuðlar að loftslagsvænni hönnun, byggingu, reksturs og niðurrifs mannvirkja.

Ábyrgð: SI og HMS.

Tími: 2021.

Staðan mars 2023

Aðgerð lauk í desember 2021, þegar HMS og SI sendu fjármálaráðuneytinu tillögur Byggjum grænni framtíð að hvötum fyrir vistvæna mannvirkjagerð. Tillögurnar voru unnar í samráði við fjölda hagaðila mannvirkjageirans.

Í febrúar 2023 kom út skýrsla starfshóps um skatta og skattaívilnanir á sviði umhverfismála, sem m.a. byggði á tillögum BGF.

Hópurinn leggur fram tillögur á níu sviðum, meðal annars varðandi vistvæna mannvirkjagerð.

Lagðar eru fram tveir fjárhagslegir hvatar til vistvænnar mannvirkjagerðar. Sá fyrri felst í því að auka fjármagn til Asks – mannvirkjarannsóknarsjóðs. Sá seinni felst í greiningu á kostum og göllum þess að endurgreiðsluheimild VSK til byggjenda og eigenda íbúðarhúsnæðis vegna byggingar, endurbóta eða viðhalds taki mið af umhverfissjóðnarmiðum.

Lokaafurð aðgerðar

Tillaga Byggjum grænni framtíð að fjárhagslegum hvötum fyrir vistvænni mannvirkjagerð.

Annað tengt efni

Tengiliður

Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, HMS, thora.thorgeirsdottir@hms.is