6.9. Koma á fót hvatningarverðlaunum fyrir vistvæna mannvirkjagerð (Græna skóflan)

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Árlega verði verkefni sem ber af hvað varðar vistvæna mannvirkjagerð sæmt Grænu skóflunni. Horft verði til byggingarefna, orku, úrgangs, landnotkunar, hringrásarhagkerfisins, bundins kolefnis o.fl. Lagt upp með að verðlaunin verði einföld til að byrja með en hægt að fjölga viðurkenningum í framhaldinu, til dæmis fyrir umhverfisvænt framtak innan geirans.

Markmið: Að heiðra framúrskarandi verkefni á sviði vistvænnar mannvirkjagerðar og vekja athygli á þeim, til hvatningar fyrir allan byggingargeirann.

Ábyrgð: Grænni byggð.

Staðan í maí 2022: Framkvæmd hafin. Haustið 2021 fór fram hönnunarsamkeppni á verðlaunagrip meðal nemenda hjá LHÍ. Stefnt að fyrstu verðlaunaafhendingu á Degi Grænni byggðar haustið 2022.

Tími: 2021-2022.

Staðan desember 2022

Aðgerð lokið.

Lokaafurð aðgerðar

Lokaafurðin felst í verðlaununum Græna skóflunni, sem veitt eru árlega sem viðurkenning fyrir mannvirki sem byggt hefur verið með framúrskarandi vistvænum og sjálfbærum áherslum. 

Árið 2021 fór fram samkeppni meðal nemenda Listaháskóla Íslands um gerð verðlaunagripsins. Hekla Dís Pálsdóttir bar sigur úr bítum og er verðlaunagripurinn gerður eftir hönnun hennar úr íslensku grágrýti. Arngrímur Guðmundsson sá um vinnuteikningar, Steinsmiðjan um að skera grágrýtið og Stálnaust um vatnsskurð.

Verðlaunin voru veitt í fyrsta skipti á Degi Grænni byggðar, 30. september 2022. 

Annað tengt efni

Umfjöllun um Grænu skófluna í Fréttablaðinu, 28. júlí 2022.

Frétt Reykjavíkurborgar um mótttöku Grænu skóflunnar, 30. september 2022.

Tengiliðir

Áróra Árnadóttir, framkvæmdastjóri Grænni byggðar, arora@graennibyggd.is

Ragnar Ómarsson, formaður Grænni byggðar, rom@verkis.is