Aðgerðin felur í sér að styrkja stöðu íslenskra skógarafurða á markaði með því að vinna að vottunum, staðlavinnu og aukinni fræðslu. Virkja umræðuhóp hagaðila til að tryggja samræmi í gæðum, frekari kynningar til hagaðila eins og arkitekta og verkfræðinga, og markviss stuðningur við innleiðingu vottunar. Samhliða verður efld kennsla í flokkun timburs, aukið samstarf við háskóla og aðgengileg fræðsla fyrir fyrirtæki til að fylgja reglugerðum.
Áhersla verður lögð á að skilgreina flokkunar- og gæðamat þannig að gæði íslensks timburs (t.d. ösp og lerki) standist viðmið og verði ekki lægri en hefðbundinna trjátegunda í byggingariðnaði (greni og fura). Einnig verður stuðlað að innviðauppbyggingu, m.a. með stuðningi við betri þurrkunaraðstöðu, sögunarmyllur og kerfisbundna skráningu á tegundum og magni innan skóga.
Markmið: Markmiðið með aðgerðinni er að auka notkun íslenskra skógarafurða í byggingariðnaði og stuðla að sjálfbærri nýtingu þeirra með alþjóðlegum vottunum eins og FSC og CE. Tryggja að íslenskt timbur uppfylli viðeigandi gæðakröfur og flokkunarkerfi þannig að það sé raunhæfur valkostur í byggingariðnaði. Einnig er stefnt að því að efla þekkingu og færni meðal fagaðila og fyrirtækja í tengslum við notkun og úrvinnslu timburs. Að lokum er lagt upp með að skapa meiri virðisaukningu í íslenskri skógarvinnslu með betri tengingu við byggingariðnað og hönnuði.
Ábyrgð: Bændasamtök Íslands, Trétækniráðgjöf, HMS, Iðan fræðslusetur, Land og skógarÁbyrgð: Bændasamtök Íslands, Trétækniráðgjöf, HMS, Iðan fræðslusetur, Land og skógar
Tími: 2025-2030