5.2.9 Fræðsla og hvatar fyrir Umhverfisvottaðar endurbætur

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í maí 2025:

Þróa og bjóða upp á fræðslu og námskeið um umhverfisvottaðar endurbætur fyrir einstaklinga og fyrirtæki í byggingargeiranum. Þessi aðgerð mun einnig fela í sér gerð almennra leiðbeininga um endurbætur og viðhald, með áherslu á sjálfbærar aðferðir og vottunarkerfi. Jafnframt verða hvatar til endurbóta skoðaðir og þróaðir til að hvetja til vistvænna lausna í endurbótaverkefnum.

Markmið: Að auka þekkingu á umhverfisvottuðum endurbótum. Aðgerðin mun stuðla að því að gera sjálfbærar endurbætur að raunhæfum valkosti fyrir almenning og fagfólk, auk þess að hvetja til nýsköpunar og vottunar í endurbótaverkefnum.

Ábyrgð: UOS, HMS

Tími: 2025

Lokaafurð: Námskeið og fræðsluefni um umhverfisvottaðar endurbætur. Almennar leiðbeiningar um sjálfbærar endurbætur og viðhald mannvirkja.

Tengiliður:

Elín Þórólfsdóttir, HMS, elin.thorolfsdottir@hms.is