Þann 3. júní sl. buðu HMS, Grænni byggð, Landsvirkjun og Græna orkan til spennandi málstofu þar sem rætt var um orkuskipti á framkvæmdastað.
Aðalfyrirlesari var Pablo Gonzales frá Skanska, sem sagði frá áhugaverðri reynslu hins alþjóðlega byggingafyrirtækis af kolefnislausum framkvæmdastöðum.
Einnig tóku til máls:
– Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir, Grænni byggð: Af hverju orkuskipti á framkvæmdastað?
– Björn Halldórsson og Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, Landsvirkjun: Kolefnishlutlaus 2025: Lágmörkum kolefnisspor framkvæmda.
– Karl Andreassen, framkvæmdastjóri Ístaks: Eru ekki allir með?
– Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, HMS/Byggjum grænni framtíð: Byggjum grænni framtíð: Skref sem stuðla að orkuskiptum.
– Anna Margrét Kornelíusdóttir, Græna orkan: Orkuskipti vinnuvéla – Vinnandi vegur.
– Ragnar K. Ásmundsson, Orkusjóður: Stuðningur Orkusjóðs við kaup á vinnuvélum sem nota vistvæna orku.
Fundarstjóri var Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson, verkefnisstjóri orkuskipta hjá Orkustofnun
Hér er hægt að nálgast upptöku af viðburðinum.
Fundinum var streymt á netinu 3. júní 2021, kl. 9:00-10:30.