Glærur og upptökur: Nordic Climate Forum for Construction 27. sept. 2021

Ráðstefnan Nordic Climate Forum for Construction 2021 var haldin þann 27. september á netinu. Hún er hluti af lykilverkefnum í samstarfi Norðurlandanna um samræmingu á byggingarreglugerð varðandi loftslagsmál.

Viðburðurinn var fyrst haldinn í Malmö árið 2019 og síðan í vefútgáfu árið 2020 frá Kaupmannahöfn. Í ár var komið að Íslandi að halda viðburðinn og var ráðstefnan haldin þann 27. september seinastliðinn í vefútgáfu líkt og í fyrra. 

Dagskráin var ekki af verri endanum en þarna voru samankomin helstu nöfnin í þessum geira og sannkölluð hátíð fyrir þá sem hafa áhuga á og sinna verkefnum tengdum mannvirkjagerð og umhverfismálum.

Þau sem misstu af ráðstefnunni geta nálgast upptökur og glærur af öllum fyrirlestrunum á eftirfarandi vefslóð: Nordic Climate Forum for Construction 2021: Upptökur af erindum og glærur | Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (hms.is)