Askur – mannvirkjarannsóknarsjóður: Opið fyrir umsóknir til og með 9. desember 2021

Nú fer að styttast í að Byggjum grænni framtíð sendi Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030 í opið umsagnarferli.

Ein tillagan að aðgerðum Vegvísisins felst í því að setja á fót rannsóknar- og nýsköpunarsjóð fyrir byggingariðnaðinn. Það er því gaman að segja frá því að slíkur sjóður hefur nú verið stofnaður; Askur – mannvirkjarannsóknarsjóður.

HMS mun annast stjórn og daglega umsýslu sjóðsins og auglýsir nú í fyrsta sinn eftir umsóknum úr honum. Umsóknarfrestur er til og með 9. desember 2021.

Við úthlutun Asks fyrir árið 2021 er lögð áhersla á:

• Raka- og mygluskemmdir

• Byggingarefni

• Orkunýtingu og losun gróðurhúsalofttegunda

• Tækninýjungar

• Gæði og ólík form íbúðarhúsnæðis

Heildarfjárhæð til úthlutunar vegna umsókna á árinu 2021 er 95 milljónir kr. Hver einstakur styrkur sem sótt er um skal ekki nema hærri fjárhæð en 19 milljónir kr. (þ.e. 20% af þeirri heildarfjárhæð sem er auglýst til úthlutunar) og ekki meira en 70% kostnaðaráætlunar viðkomandi verkefnis.

Bæði lögráða einstaklingar og lögaðilar geta sótt um.

Kíktu á hms.is/askur:

• Til að fá finna nánari upplýsingar um úthlutunina og starfsemi sjóðsins.

• Til að senda inn rafræna styrkumsókn.