5.1.2. Gera lífsferilsgreiningar á öllum BREEAM-vottuðum nýbyggingum Reykjavíkurborgar

Þar á meðal verður losun vegna byggingarefna metin, í samræmi við aðgerðir um vistvæn mannvirki í loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021-2025.

Markmið: Að meta og draga úr losun vegna mannvirkja í kolefnisspori Reykjavíkurborgar.

Ábyrgð: Reykjavíkurborg.

Tími: 2022 og áfram.

5.1.1. Meta losun framkvæmda Vegagerðarinnar með uppsprettugreiningu

Aðlöguð útgáfa af uppsprettugreiningarmódelum frá Norðurlöndunum. Uppsprettugreiningin verður notuð til að gera líkan til að meta losun gróðurhúsalofttegunda mismunandi hönnunar mannvirkja og veglína og við mat á umhverfisáhrifum. Þegar framkvæmd er lokið verður raunlosun metin og uppsprettugreiningin uppfærð.

Markmið: Að meta losun frá framkvæmdum Vegagerðarinnar, svo hægt sé að skilgreina markvissar aðgerðir til að draga úr losun þeirra.

Ábyrgð: Vegagerðin.

Staðan í maí 2022: Framkvæmd hafin.

Tími: 2021-2023.