4.1. Koma á fót sölutorgi fyrir jarðveg og jarðefni
Komið verði á miðlægum vettvangi (Mölundur) þar sem söluaðilar, verktakar, vinnsluaðilar og kaupendur geta átt í viðskiptum um jarðveg og jarðefni.
Markmið: Að stuðla að notkun jarðvegs og jarðefnis sem næst upprunastað. Að lágmarka miðlæga geymslu jarðvegs og jarðefnis. Að hámarka endurnýtingu á á jarðveg og jarðefni.
Ábyrgð: Ríkiskaup.
Samstarfsaðilar: Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir, Vegagerðin, HMS, Reykjavíkurborg, Veitur, Hafnarfjarðarbær o.fl.
Staðan í maí 2022: Framkvæmd hafin.
Tími: 2021-2022.