3.13. Uppfæra staðla og gefa út leiðbeiningar til að stuðla að vistvænu viðhaldi
Tekið til umræðu, með þátttöku Staðlaráðs Íslands, hvort hægt sé að gera viðbætur við staðla um ráðgjöf (ÍST-35) og verkframkvæmdir (ÍST-30) svo þeir endurspegli tækifæri fyrir vistvænar áherslur.
Gerðar verði leiðbeiningar til ráðgjafa, eigenda og rekstraraðila mannvirkja um viðhald og endurbætur á húsnæði, þar sem grunnhugsunin er að velja úrræði sem veldur sem minnstum umhverfisáhrifum. Einnig verði gerðar leiðbeiningar fyrir verktaka um framkvæmd viðhalds og endurbóta.
Markmið: Að lengja líftíma mannvirkja og minnka kolefnisspor vegna viðhalds og endurbóta, með því að auka meðvitund á mikilvægi viðhalds og endurbóta annars vegar og hins vegar með því að auka þekkingu á lausnum fyrir viðhald og endurbætur.
Ábyrgð: HMS.
Tími: 2024.