Skilgreind verði aðferðarfræði fyrir orkuútreikninga mannvirkja. Þar verði sett fram viðmið fyrir orkuflokka bygginga fyrir íslenskar aðstæður. Hægt væri að nota sambærilega flokkun og finna má í EPBD-tilskipun Evrópusambandsins. Lagt er til að viðmið um ásættanlega orkunotkun bygginga fari lækkandi milli ára með því markmiði að árið 2030 sé orkunotkun allra nýbygginga orðin 40% lægri en orkunotkun sambærilegra bygginga frá árinu 2020. Í viðauka verði einnig sett fram kolefnisspor ýmissa orkugjafa. Staðlaráð Íslands tekur þátt í umræðu um hvort úrlausn aðgerðarinnar passi inn í mögulega staðlagerð. Þegar þetta er ritað er verið að skoða hvort gera eigi staðla um lágorkuhús, sem nýst getur í þessu sambandi.
Markmið: Að draga úr orkunotkun og losun vegna hennar, með lækkandi viðmiðum um ásættanlega orkunotkun.
Ábyrgð: Óljóst að svo stöddu.
Staðan í maí 2022: Undirbúningur á aðgerð hafinn.
Tími: 2022-2024.