5.2.4. Greina hvernig unnt sé að fjölga umhverfisvottuðum mannvirkjaframkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar
Aðgerðir um vistvæn mannvirki í loftslagsáætlun Reykjavíkurborgar 2021-2025 og í Græna planinu gera ráð fyrir auknum kröfum um umhverfisvottaðar nýbyggingar í eigu borgarinnar og viðhaldi þeirra. Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar verður falið að skoða hvernig fjölga megi umhverfisvottuðum mannvirkjaframkvæmdum á vegum borgarinnar, í samstarfi við Innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Markmið: Að fjölga umhverfisvottuðum nýbyggingum og viðhaldsframkvæmdum á vegum Reykjavíkurborgar.
Ábyrgð: Reykjavíkurborg.
Tími: 2022-2023.