2.8. Kanna hvort og hvenær eigi að hætta nýskráningum vinnuvéla sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti
Um leið verði kannaðir möguleikar á undanþágum í sérstökum tilfellum. Hægt væri að byrja á smærri vinnuvélum, sem eru komnar lengra í orkuskiptum en þær stærri.
Markmið: Að mikilvæg varða í orkuskiptum vinnuvéla verði skoðuð og mögulega skilgreind og gerð sýnileg með góðum fyrirvara, til upplýsingar og hvatningar fyrir alla hagaðila.
Ábyrgð: Lagt er til að það verði viðeigandi stjórnvöld þegar þar að kemur.
Tími: Fyrir 2027.