1.4. Koma í notkun gagnabanka um umhverfis- og loftslagsáhrif byggingarefna á íslenskum markaði
Samhliða aðgerð 5.1.3., um samræmda aðferð við gerð lífsferilsgreininga, verða metin tækifæri til að nýta og/eða starfa með gagnagrunnum í nágrannalöndum í samanburði við uppbyggingu á séríslenskum grunni. Áhersla lögð á að gagnagrunnurinn verði öllum aðgengilegur og geymi bestu fáanlegu upplýsingar um byggingarefni á íslenskum markaði. Tryggja þarf rekstur hans og viðhald til framtíðar og útbúa leiðbeiningar um notkun hans.
Markmið: Að tryggja aðgengi hagaðila að nýjustu upplýsingum um umhverfis- og loftslagsáhrif byggingarefna sem eru á markaði hérlendis. Að auðvelda hönnuðum, eigendum mannvirkja og öðrum yfirsýn og val á byggingarefnum sem hafa minna kolefnisspor. Að auðvelda hönnuðum gerð lífsferilsgreininga.
Ábyrgð: Óljóst að svo stöddu.
Tími: 2022-2023.