1.4. Koma í notkun gagnabanka um umhverfis- og loftslagsáhrif byggingarefna á íslenskum markaði

Samhliða aðgerð 5.1.3., um samræmda aðferð við gerð lífsferilsgreininga, verða metin tækifæri til að nýta og/eða starfa með gagnagrunnum í nágrannalöndum í samanburði við uppbyggingu á séríslenskum grunni. Áhersla lögð á að gagnagrunnurinn verði öllum aðgengilegur og geymi bestu fáanlegu upplýsingar um byggingarefni á íslenskum markaði. Tryggja þarf rekstur hans og viðhald til framtíðar og útbúa leiðbeiningar um notkun hans.

Markmið: Að tryggja aðgengi hagaðila að nýjustu upplýsingum um umhverfis- og loftslagsáhrif byggingarefna sem eru á markaði hérlendis. Að auðvelda hönnuðum, eigendum mannvirkja og öðrum yfirsýn og val á byggingarefnum sem hafa minna kolefnisspor. Að auðvelda hönnuðum gerð lífsferilsgreininga.

Ábyrgð: Óljóst að svo stöddu.

Tími: 2022-2023.

1.3. Átak í markvissu samtali og fræðslu um rétta geymslu og meðhöndlun byggingarvara

Borið hefur á því að byggingarvörur séu geymdar við röng skilyrði, meðhöndlaðar með röngum hætti við byggingu og ekki notaðar rétt. Það getur leitt til þess að mikilvægum eiginleikum byggingarvara sé ekki náð og þær virki ekki sem skildi, sem síðan getur haft þær afleiðingar að vörurnar endist skemur en ella og séu jafnvel heilsuspillandi. Vekja þarf sérstaka athygli á þessu og auka fræðslu fagaðila um rétta meðferð byggingarvara samkvæmt leiðbeiningum framleiðenda og hönnuða og í samræmi við lög um byggingarvörur.

Markmið: Að stuðla að minni sóun á byggingarefnum, lengri líftíma þeirra og öruggari byggingum, með réttri notkun byggingarvara.

Ábyrgð: HMS

Tími: 2022-2023.

1.2. Styðja við rannsóknir á loftslagsvænni steypu og byggingarefnum úr íslenskum lífrænum efnivið

Rannsaka þarf betur eiginleika vistvænnar steypu og íslenskra byggingarefna hvað varðar meðal annars styrkleika, kolefnisspor, efnahagslega hagkvæmni og þol gegn fúa.

Markmið: Að auka þekkingu á vistvænni steypu. Að auka þekkingu á þeim tækifærum sem búa í íslenskri nytjaskóg- og hamprækt og annarri tengdri ræktun. Að auka sýnileika í íslenskum byggingarefnum og efla markað fyrir timbur.

Ábyrgð: Lagt er til að áhersla verði lögð á þennan málaflokk í árlegum úthlutunum úr Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði.

Staðan í maí 2022: Framkvæmd hafin.

Tími: 2021 og áfram.

1.1. Endurskoða lágmarkskröfur í byggingarreglugerð um sement, steinefni og veðrunarþol

Kafli 8.3. í byggingarreglugerð verði uppfærður og endurskoðaður hvað varðar lágmarkskröfur um sement og steinefni. Einnig að veðrunarþoli verði skipt upp í flokka og frammistöðukröfur frekar notaðar.

Markmið: Að minnka losun vegna byggingarefna og minnka sóun þeirra, með því að aðlaga byggingarreglugerð þannig að hún hvetji í ríkari mæli til loftslagsvænni hönnunar og aukinnar notkunar á vistvænum byggingar efnum.

Ábyrgð: Innviðaráðuneyti og HMS.

Staðan í maí 2022: Unnið úr umsögnum um tillögur að breyt ing um á steypukafla byggingarreglugerð, sem birtar voru í Samráðsgátt.

Tími: 2021-2022.