Sagan í myndum

Uppsláttur

Ein mynd segir oft meira en þúsund orð. Framvinda framkvæmda við búsetukjarnann Háteigsvegi 59 var skrásett  með ýmsum hætti. Þar á meðal voru teknar ljósmyndir. Hér má sjá hluta þeirra mynda.

Uppsláttur búsetukjarnans fór fram að hausti til áramóta árin 2023-2024. Verkið sóttist vel og lítið var um hindranir vegna veðurs.

Höfundaréttur

Ljósmyndir af Háteigsvegi 59 voru teknar af  Eyþóri Bjarka Sigurbjörnsssyni og eru í eigu HMS og Arnhildar Pálmadóttur arkitekts.

Heimilt er að nota myndirnar í öðrum tilgangi en fjárhagslegum en gera þarf með skýrum hætti grein fyrir eigendum ljósmyndanna.

Milliveggir, gluggar og einangrun

Milliveggir voru hlaðnir úr hleðslusteinum úr gifsi. Gluggar voru settir í á svipuðum tíma og milliveggir voru settir upp. Á sama tíma var búsetukjarninn einangraður að utan með steinull og síðar brenndu timbri. 

Samhliða uppsetningu milliveggja voru allar fór pípulögn fram og lagning rafmagns.

Höfundaréttur

Ljósmyndir af Háteigsvegi 59 voru teknar af  Eyþóri Bjarka Sigurbjörnsssyni og eru í eigu HMS og Arnhildar Pálmadóttur arkitekts.

Heimilt er að nota myndirnar í öðrum tilgangi en fjárhagslegum en gera þarf með skýrum hætti grein fyrir eigendum ljósmyndanna.

Veðurkápa, pípulagnir og annar frágangur

Uppsetning veðurkápu var mikið verk. Brenna þurfti rúmlega áttahundruð fermetra af timbri, saga í lengdir og setja upp.

Leggja þurfti pípulagnir og hita í gólf í íbúðum og fleira.

Höfundaréttur

Ljósmyndir af Háteigsvegi 59 voru teknar af  Eyþóri Bjarka Sigurbjörnsssyni og eru í eigu HMS og Arnhildar Pálmadóttur arkitekts.

Heimilt er að nota myndirnar í öðrum tilgangi en fjárhagslegum en gera þarf með skýrum hætti grein fyrir eigendum ljósmyndanna.

Rými taka á sig mynd

Að uppsetningu milliveggja og helstu kerfa (loftræstikerfi, pípulagnir og fleira) lokinni tók við frágangur á borð við uppsetning svalahandriða, flísalagnir, uppsetning innréttinga, parkerlögn og fleira.

Höfundaréttur

Ljósmyndir af Háteigsvegi 59 voru teknar af  Eyþóri Bjarka Sigurbjörnsssyni og eru í eigu HMS og Arnhildar Pálmadóttur arkitekts.

Heimilt er að nota myndirnar í öðrum tilgangi en fjárhagslegum en gera þarf með skýrum hætti grein fyrir eigendum ljósmyndanna.

Frágangur lóðarinnar

Samhliða vinnu við frágang innandyra var unnið í frágangi á lóð.

Ljósmyndir af Háteigsvegi 59 voru teknar af  Eyþóri Bjarka Sigurbjörnsssyni og eru í eigu HMS og Arnhildar Pálmadóttur arkitekts.

Heimilt er að nota myndirnar í öðrum tilgangi en fjárhagslegum en gera þarf með skýrum hætti grein fyrir eigendum ljósmyndanna.

Opnun

Búsetukjarninn Háteigsvegi 59 var formlega afhentur miðvikudaginn 18. desember 2024 klukkan 14:00 við hátíðlega athöfn.

Við athöfnina afhenti Sigrún Árnadóttir, framkvæmdarstjóri Félagsbústaða, Einari Þorsteinssyni, þáverandi borgarstjóra, húsið sem afhenti væntanlegum íbúum lykla af íbúðunum. 

Höfundaréttur

Ljósmyndir af Háteigsvegi 59 voru teknar af  Eyþóri Bjarka Sigurbjörnsssyni og eru í eigu HMS og Arnhildar Pálmadóttur arkitekts.

Heimilt er að nota myndirnar í öðrum tilgangi en fjárhagslegum en gera þarf með skýrum hætti grein fyrir eigendum ljósmyndanna.

Öryggisúttekt

Samkvæmt lögum um byggingarvörur (1. viðauki) þurfa öll mannvirki að standast ákveðnar grunnkröfur. Til að tryggja að svo sé fara fram  úttektir á ýmsum stigum mannvirkagerðarinnar. Ein slík er öryggisúttekt. Hana þarf að framkvæma áður en nýbygging er tekin í notkun.

Nánari upplýsingar um úttektir og eftirlit er að finna í kafla 3.7. Úttektir á mannvirkjum í byggingarreglugerð.

Lokaúttekt fer fram þegar mannvirkjagerð er lokið og innan þriggja ára frá því að mannvirki var tekið í notkun og öryggisúttekt fór fram. 

Höfundaréttur

Ljósmyndir af Háteigsvegi 59 voru teknar af  Eyþóri Bjarka Sigurbjörnsssyni og eru í eigu HMS og Arnhildar Pálmadóttur arkitekts.

Heimilt er að nota myndirnar í öðrum tilgangi en fjárhagslegum en gera þarf með skýrum hætti grein fyrir eigendum ljósmyndanna.

Íbúarnir

Fyrsti íbúinn flutti inn laugardaginn 1. mars 2025. Smátt og smátt fylltist búsetukjarninn af lífi.
 

Höfundaréttur

Myndir af Háteigsvegi 59 voru teknar af  Eyþóri Bjarka Sigurbjörnsssyni og eru í eigu HMS og Arnhildar Pálmadóttur arkitekts.

Heimilt er að nota myndirnar í öðrum tilgangi en fjárhagslegum en gera þarf með skýrum hætti grein fyrir eigendum ljósmyndanna

Mannvirki verður til

Búsetukjarninn Háteigsvegi 59 tók smátt og smátt á sig skýrari mynd.

Höfundaréttur

Ljósmyndir af Háteigsvegi 59 voru teknar af  Eyþóri Bjarka Sigurbjörnsssyni og eru í eigu HMS og Arnhildar Pálmadóttur arkitekts.

Heimilt er að nota myndirnar í öðrum tilgangi en fjárhagslegum en gera þarf með skýrum hætti grein fyrir eigendum ljósmyndanna.