Vefsíða í vinnslu.
Framsett markmið, varðandi Háteigsveg 59, voru háleit sé horft til íslenskrar mannvirkjagerðar. Sem dæmi var stefnt var að lækkun kolefnisspors (samanborið við sambærileg mannvirki) endurnýta og endurvinna átti hráefni eins og kostur var og svo framvegis.
Búsetukjarninn Háteigsvegi 59 var og er einstakur fyrir margra hluta sakir enda var að mörgu leyti verið að feta ótroðnar slóðir í mannvirkjagerð á Íslandi. Líkt og gefur að skilja gekk margt vel en á sama tíma voru hindranir nokkrar.
Lífsferilsgreining (LCA) er komin til með að vera
Lífsferilsgreining mannvirkja skiptir miklu máli sé ætlunin að skilja umfang kolefnislosunarinnar. Sé ætlunin að lækka kolefnisspor mannvirkis skiptir miklu máli að skilja hvar hægt er að gera betur. Ef það er ekki mælt þá er ekki hægt að bæta það. (Texta vantar)
Fræðsla og samtal skiptir öllu
Stærsta áskorun varðandi nýja nálgun í mannvirkjagerð felst að stórum hluta í að fá alla þá sem koma að framkvæmdinni til að skilja markmiðin og ganga í takt. Búsetukjarni á borð við Háteigsveg 59 hefði aldrei orðið nema fyrir tilstilli fjölda fólks. Margar hendur komu við sögu í framleiðslu á byggingarvörunum, innanlands og erlendis, við mannvirkjagerðina sjálfa, við hönnun, fjármögnun, skipulagningu, eftirlit, flutninga og svo framvegis. Einstaklingarnir sem komu að verkinu beint eða óbeint hlupu ekki á tugum heldur hundruðum og því fleiri í heildarkeðjunni sem skilja og virða ætlanir verkkaupa og hönnuða því meiri líkur á að vel takist til. Samtal, fræðsla og samvinna skiptir því höfuðmáli.
Í útboðslýsingu voru gerðar ýmsar kröfur á verktaka. Meðal annarra var krafa um umhverfis- og öryggisstjóra. Umhverfisstjóra var ætlað að vinna að umhverfisstefnu verkkaupa og kröfum sem gerðar voru í verklýsingu í samráði við eftirlitsmann verkefnisins. Um mikilvægan þátt í heildarmyndinni var að ræða. Engu síður vakna upp spurningar um skipan nokkurskonar fræðslustjóra. Fræðsluhlutverkið gæti jafnvel verið hluti af starfi þess sem fer með gæðaeftirlit.
Til að áherslur verkkaupa og hönnuða komist til skila þurfti samtal og fræðslu til allra þeirra sem að verkinu komu. Einhver misbrestur virtist vera til staðar varðandi upplýsingagjöf og margir þeirra iðnaðarmanna sem unnu að gerð búsetukjarnans vissu ekki um áherslurnar sem lágu til grundvallar. Framangreint sást meðal annars í umgengni á verkstað. Sömu sögu er að segja um meðferð byggingarvöru líkt og steypu og timburs. Ekki var að sjá að umgengni á verkstað væri á einhvern hátt frábrugðin öðrum verkstöðum.
Umgengni var í einhverjum tilfellum ábótavant. Svo dæmi séu tekin lágu byggingarvörur í einhverjum tilfellum á víð og dreif og timburgluggar voru í einhverja daga óvarðir fyrir regni.
Mannvirkjageirinn almennt samanstendur einnig að stórum hluta af erlendu vinnuafli. Þar á meðal er hópur sem talar ekki íslensku og í einhverjum tilfellum enga ensku. Framangreint eykur líkur á að krafa/óskir um tiltekin vinnubrögð komist ekki til skila. Þar af leiðir að hlutverk einhverskonar fræðslustjóra verður enn mikilvægara.
Túlkur og öryggismál
Mikill fjöldi iðnaðarmanna kom að byggingu búsetukjarnans Háteigsvegi 59. Stór hluti var af erlendu bergi brotinn og dæmi var um að iðnaðarmenn töluðu hvorki íslensku né ensku. Um vel þekktan veruleika á íslenskum byggingarmarkaði er að ræða. Iðnaðarmenn koma víðsvegar að og búa að mismikilli getu til að skilja ætlanir og vilja verkkaupa, arkitekta eða verktaka.
Mikilvægt er að allir skilji til hvers er ætlast og spyrja má hvort hluti af mannvirkjagerð eigi að felast í að starfsmenn sem tala og skilja hvorki íslensku né ensku hafi aðgengi að túlk, það er túlk sem þekkir einnig til laga er varða réttindi og skyldur iðnaðarmanna, verktaka og verkkaupa.
Hagsmunir verkkaupa hljóta að felast í að iðnaðarmenn og aðrir sem koma að mannvirkjagerðinni stofni til dæmis ekki heilsu sinni í hættu. Mannvirkjagerð á meðal annars að ganga út á öryggi allra. Einnig þarf að tryggja þarf að allir á verkstað vinni eftir teikningum og ferlum arkitekst, verkkaupa og verktaka. Tryggja þarf að starfsmenn noti viðeigandi varnir, líkt og heyrnarhlífar, öndunargrímur þar sem við á og hanska sé verið að nota ætandi efni (svo dæmi sé tekið). Tryggja þarf að starfsmenn viti hvert á að leita komi upp slys á fólki. Tryggja þarf að starfsmenn flokki rusl rétt og svo framvegis. Að mörgu er að hyggja en í mannvirkjagerð þarf að gæta að því að hagsmunir verktaka og iðanaðarmanna eru þeir sömu hvað varðar til dæmis öryggi og heilsu.
Markaðurinn var ekki tilbúinn
Markaðurinn virtist að mörgu leyti ekki tilbúinn fyrir nýja nálgun. Dæmi um framangreint var að vistvæn vara var auglýst til sölu en þegar á reyndi var hún ekki til á lager í einhverju magni. Einnig virtist skortur á að starfsmenn söluaðila höfðu verið upplýstir um vistvænu vöruna eða rétta umgengni.
Sem dæmi má nefna var vistvænni steypu dælt úr steypubíl í garð búsetukjarnans. Um þekkt ferli er að ræða, það er að tæma ónotaða steypu í grunn eða á byggingarstað. Framangreint hefur verið ástundað svo árum skiptir. En í verkefni sem gekk út að halda til dæmis garðinum upprunalegum var steypulosun ekki kostur. Nær hefði verið að steypan færi til baka til framleiðanda og nýtt í annað en úrgang.
Framleiðendur byggingarvara önnuðu í einhverjum tilfellum ekki eftirspurn og því var eini kosturinn að leita í óvistvænni vörur. Sem dæmi náði Steinullarverksmiðjan á Sauðárkróki ekki að anna eftirspurn markaðarins á byggingartíma. Eini kosturinn var því að nota óvistvænni steinull, það er innflutta steinull sem var framleidd með óvistvænni hætti.
Virða þarf tímaáætlun
Gæðastjórnun skiptir miklu máli. Þar skipar góð og markviss tímaáætlun stóran sess. Áætlun sem farið er eftir. Sem dæmi er mikilvægt að gæta þess að réttar byggingarvörur séu komnar á verkstað á tíma. Einnig þarf að gera ráð fyrir frávikum og því er ekki kostur að fá vörurnar á síðustu stundu á framkvæmdastað. Byggingarvörurnar kunna að vera rangt afgreiddar, með of háu rakastigi eða skemmdar og því þarf að vera til staðar svigrúm til að bregðast við því óvænta.
Mikilvægt er að réttar byggingarvörur séu komnar á verkstað á réttum tíma. Það er kostnaðarsamt að hafa starfsmenn í vinnu sem eru verkefnalausir vegna skorts á aðföngum. Sérstaklega þarf að gæta þess að hráefni sem telst utan hefðbundins markaðs sé tiltækt á tíma.
Mikilvægt er að réttir iðnaðarmenn séu tiltækir. Við gerð mannvirkis þurfa viðeigandi iðnaðarmenn að koma að verkinu á réttum tíma. Einnig þarf að tryggja að þeir hafi aðgang að aðstöðu, réttum byggingarvörum og verkfærum.
Mannvirkjagerð felur í sér óvissu
Þrátt fyrir að notkun gæðastjórnunarkerfa gangi að stórum hluta út á að koma í veg fyrir óvissu og þar með svara sem flestum spurningum við mannvirkjagerð má alltaf gera ráð fyrir tiltekinni óvissu.
Við mannvirkjagerð getur alltaf komið upp eitthvað sem breytir áætlunum eða er þess eðlis að bregðast þurfi við með sértækum hætti. Sem dæmi má nefna að brjóta þurfti niður veggi vegna þess að iðnaðarmenn staðsetja þá á röngum stað eða nota röng hráefni. Veður getur haft áhrif, sérstaklega við uppslátt og steypuvinnu. Veikindi starfsmanna geta haft áhrif og svo framvegis.
Allri mannvirkjagerð fylgir tiltekin óvissa og því verður tiltekinn sveigjanleiki að vera til staðar sérstaklega þegar um ný vinnubrögð er að ræða. En þrátt fyrir að viss sveigjanleiki þurfi að vera til staðar er rétt að nálgast það að fara nýjar leiðir í mannvirkjagerð eins og að tefla skák. Hugsa þarf eins marga leiki fram í tímann og mögulegt er og reyna að greina og leysa hugsanleg vandamál.
Hvernig á að afla hráefnis sem liggur utan hefðbundins markaðar? Hvernig á að leysa það þegar stærðir gluggaopa og endurnýttra glugga fara ekki saman? Hvar fást endurnýttar innréttingar? Verða þær aðgengilegar á tíma? Hvernig og hvar á að geyma hráefni sem verið að safna saman til seinni nota? Hver á að bera ábyrgð á efnisöflun og svo framvegis.
Að fjölmörgu er að hyggja og því þarf að skilgreina verkefnin vel og vinna þau með góðum fyrirvara.
Geymsla hráefnis
Þegar verið er að nota hráefni sem liggja utan hins hefðbunda markaðar þá þarf í mörgum tilfellum að grípa gæsina meðan hún gefst. Stundum fellur eitthvað til sem er nothæft en þá seinna í mannvirkjagerðinni. Ef um viðkvæma mjúka byggingarvöru er að ræða þarf að tryggja að geymsla og meðferð sé þess eðlis að eiginleikarnir skerðist ekki. Sem dæmi skerðast eiginleikar ógagnvarins timburs liggi það úti óvarið fyrir raka og hita. Framangreint á einnig við um timburglugga og hurðir, timburplötur, burðarvið og aðrar timburvörur. Huga þarf að geymslu byggingvarvara.
Húsnæðis- og mannirkjastofnun gaf út Rb-leiðeiningarblað um meðferð á byggingarvöru. Gott er að kynna sér efni blaðsins.
Endurnýting og endurvinnsla þarf ekki að fela í sér aukinn heildarkostnað
Sé heildarkostnaður við mannvirkagerðina að Háteigsvegi 59 reiknaður kom í ljós að heildarkostnaður fór ekki fram úr áætluðum heildarkostnaði við sambærilega framkvæmd. Kostnaður við umsýslu endurnýtts hráefnis kann að vera meira en á móti kemur að hráefnið er alla jafna ódýrara en það sem fæst á markaði. Sem dæmi var aukinn kostnaður fólgin í umsýslu og vinnslu veðurkápunnar/klæðningarinnar. Á móti kom að enginn kostnaður fólst í að kaupa hráefnið.
Endurnýting/endurvinnsla er því ekki dýrari sé horft til heildarmyndarinnar.