Search
Close this search box.

Ný skýrsla um orkunýtingu mannvirkja (aðgerð 3.1.)

Út er komin skýrslan Orkunotkun í byggingum – Gögn um raunnotkun.

Við óskum höfundum hennar til hamingju með hana en þau eru: Þórhildur Fjóla Kristjánsdóttir og Salvör Svanhvít Björnsdóttir (EFLA), Jónas Þór Snæbjörnsson og Þórunn Vala Jónasdóttir (HR), Björn Marteinsson (sérfræðingur), Áróra Árnadóttir (Grænni byggð), Sunna Hrönn Sigmarsdóttir og Guðmundur Freyr Atlason (Reginn) og Íris Þórarinsdóttir (Reitir).

Verkefnið var styrkt af Aski – mannvirkjarannsóknarsjóði. Það er hluti af aðgerð 3.1. í aðgerðaáætlun vegvísisins, en hún miðar að því að afla upplýsinga um raunnotkun hita, rafmagns og vatns í íslenskum byggingum.

Í framhaldinu verður unnið verkefnið Orkunotkun bygginga: Hönnuð nýtni og raunmælingar, sem Jónas Þór Snæbjörnsson, HR fékk styrk fyrir í úthlutun Asks – mannvirkjarannsóknarsjóðs á árinu 2022. Þar verður bætt við bæði sértækum gögnum og gögnum frá stærri gagnabönkum. Einnig mun framhaldsverkefnið vinna að nánari úrvinnslu og greiningu á öllum gögnum sem bárust við vinnslu fyrra verkefnisins. Markmiðið er að fá  betri yfirsýn og nákvæmari þekkingu um orkunotkun í mismunandi tegundum bygginga.