Opnað hefur verið fyrir styrkumsóknir í Ask – mannvirkjarannsóknarsjóð.
Umsóknarfrestur rennur út til 31. október 2023.
Askur veitir styrki til mannvirkjarannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar.
Áhersluflokkar úthlutunarinnar eru eftirfarandi:
Byggingargallar, raki, mygla
- Greiningar á umfangi, orsökum og afleiðingum byggingargalla á Íslandi.
- Verkefni sem stuðla sérstaklega að aukinni þekkingu á raka- og mygluskemmdum í íslenskum mannvirkjum, samanburður og þróun aðferða við mælingar og mat á umfangi slíkra skemmda. Jafnframt hvernig unnt sé að fyrirbyggja þær og bregðast við þeim með árangursríkum hætti.
, Byggingarefni
- Rannsóknir og þróun á byggingarefnum, á endingu þeirra og eiginleikum ásamt efnisvali og notkun í samræmi við lög um byggingarvörur.
- Verkefni sem stuðla að minna kolefnisspori byggingarefna og draga úr notkun óumhverfisvænna byggingarefna t.d. með hönnun og eflingu hringrásarhagkerfisins.
Orkunýting og losun
- Verkefni sem fjalla um orkunýtingu mannvirkja og/eða losun gróðurhúsalofttegunda vegna mannvirkjagerðar
Tækninýjungar
- Þróun tæknilegra og stafrænna lausna sem hafa einkum það markmið að draga úr óæskilegum umhverfisáhrifum mannvirkja og auka verðmætasköpun, hagræðingu, framleiðni og/eða samræmingu meðal hagaðila í byggingariðnaði.
Gæði
- Rannsóknir á gæðum, endingu, hagkvæmni og hönnun íbúðahúsnæðis.
- Greiningar á hvers konar form íbúðarhúsnæðis þurfi að byggja, meðal annars með tilliti til þróunar á félagslegum, menningarlegum, tæknilegum og sjálfbærum þáttum.
Nánari upplýsingar má nálgast hér