Search
Close this search box.

Skýrsla um losunarlausa verkstaði komin út

Þann 16. mars 2023 kom út skýrsla sem Grænni byggð hefur unnið að undanfarna mánuði um losunarlausa verkstaði. Þar er fjallað um stöðuna í dag auk þess sem kerfismörk og hugtök tengd losunarlausum verkstöðum eru skilgreind. Sameiginlegar skilgreiningar á hugtökum verkstaða og hvaða losun er innifalin er grunnur að norrænum reglugerðum og leiðbeiningum á þessu sviði.

Skýrslan var gefin út á ensku og munu lykilhugtökin svo verða þýdd yfir á íslensku.

Hér er skýrslan á pdf-formi.

Hér má nálgast upptöku af útgáfuviðburði skýrslunnar, þar sem hún er kynnt og efni hennar rætt.

Skýrslan var unnin í tengslum við verkefnið Losunarlausir verkstaðir, sem er fjórði verkpakkinn af fimm í norræna verkefninu Nordic Sustainable Construction. Verkefnið er fjármagnað af Nordic Innovation, stofnun sem heyrir undir Norrænu ráðherranefndina.

Tilgangur verkpakkans Losunarlausir verkstaðir er að draga úr kolefnislosun og annarri beinni losun á byggingarsvæðum. Vinna hans er hluti af aðgerð 2.4. í aðgerðaáætlun samstarfsverkefnisins Byggjum grænni framtíð, sbr. Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030. 

Innviðaráðuneyti Íslands ber ábyrgð á verkpakkanum en Grænni byggð á Íslandi og HMS styðja við úrlausn hans.

Nánari upplýsingar um verkpakkann má nálgast hér, á vef Græni byggðar.