Umsóknum um Svansvottun bygginga hefur fjölgað verulega síðustu ár, frá því að fyrsta verkefnið hlaut vottun árið 2017. Í dag eru 47 verkefni í Svansvottunarferli, bæði nýbyggingar og endurbætur og eru þau af misjöfnum stærðargráðum, allt frá einbýlishúsum, yfir í skólabyggingar, stór fjölbýlishús og fleira.
14 verkefni hafa hlotið Svansvottun eftir nýbyggingarviðmiðunum og 4 eftir endurbótaviðmiðunum og stefnir í metár í útgáfu Svansleyfa hjá byggingargeiranum árið 2025.
Hér má sjá yfirlit yfir þau verkefni sem hafa nú þegar hlotið vottun og sem eru í Svansvottunarferli.– Grænar merkingar sýna Svansvottuð verkefni en appelsínugular sýna verkefni í ferli.
Mynd sýnir Raðhús í Urriðaholti sem Vistbyggð byggði og fékk Svansleyfi fyrir.