Vegagerðin gefur út Loka, kolefnisreikni fyrir innviðaframkvæmdir (aðgerð 5.1.1.)

Vegagerðin stendur fyrir hádegisfundi þriðjudaginn 4. júní klukkan 11:30 til 12:30. Kynntur verður til leiks LOKI, nýr kolefnisreiknir fyrir innviðaframkvæmdir sem Vegagerðin hefur látið þróa. Með reikninum er hægt að meta kolefnisspor framkvæmda með samræmdum og einföldum hætti.

Fundurinn fer fram í húsakynnum Vegagerðarinnar, Suðurhrauni 3 í Garðabæ. Öll eru velkomin á staðinn en einnig verður hægt að fylgjast með fundinum í beinu streymi.

Hlekkur á nánari upplýsingar

Hlekkur á beint streymi

Samstarfsvettvangurinn Byggjum grænni framtíð óskar Vegagerðinni og samstarfsfélögum innilega til hamingju með þennan áfanga, en með útgáfunni lýkur formlega aðgerð 5.1.1. í Vegvísi að vistvænni mannvirkjgarð 2030.