Vottanir og grænir hvatar 🌱

Umhverfisstofnun – Environment Agency of Iceland og Samband íslenskra sveitarfélaga stóðu fyrir opnum fundi fyrir öll sveitarfélög landsins með það að markmiði að fræða um vottanir bygginga og þá grænu hvata sem í boði eru. Fundurinn var tekinn upp og er aðgengilegur öllum. Linkur á fundinn:  Opinn fundur fyrir sveitarfélög um vottanir bygginga og græna hvata (youtube.com)

Á fundinum voru alls sjö erindi og var Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins fundarstjóri. Dagskrá fundarins var eftirfarandi: 
Opnun fundar: Fundarstjóri og Elín Þórólfsdóttir teymisstjóri hjá HMS
Sveitarfélög og lofslagsmál: Arnar Þór Sævarsson framkvæmdarstjóri sambandsins
Svansvottaðar byggingar: Bergþóra Góa Kvaran sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun
Hvernig hefur Reykjavíkurborg stuðlað að vistvænni mannvirkjagerð: Hulda Hallgrímsdóttir og Sólveig Björk Ingimarsdóttir, verkefnastjórar hjá Reykjavíkurborg
Grænar lánveitngar til fyrirtækja hjá Byggðastofnun: Hrund Pétursdóttir, forstöðumaður fyrirtækjasviðs hjá Byggðastofnun
Grænar lánveitngar hjá Íslandsbanka: Rúnar Jónsson, viðskiptastjóri hjá Íslandsbanka
Græn lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga: Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga.


Opinn fundur fyrir sveitarfélög um vottanir bygginga og græna hvata
,  sem var haldinn 1. október 2024 var tekinn upp og sendur á öll sem fengu upphaflegan póst um viðburðinn ásamt því að upptakan er birt inni á www.svanurinn.is og aðgengilegur á vef Byggjum Grænni Framtíðar. Linkur á fundinn:  Opinn fundur fyrir sveitarfélög um vottanir bygginga og græna hvata (youtube.com)