Staðan febrúar 2024
Aðgerð í vinnslu.
Skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur í samstarfi við Verkís útbúið leiðbeiningar um viðhald fyrir fasteignaeigendur sem taka mið af umhverfissjónarmiðum hringrásarhagkerfis við áætlun og skipulagningu á endurnýjun og viðhaldi eldri húsa.
Unnið er að því að ganga frá leiðbeiningunum til útgáfu í Hverfisskipulagi Reykjavíkur á árinu 2024. Þessar leiðbeiningar verða aðgengilegar öllum og munu nýtast fasteignaeigendum og aðilum sem veita þeim þjónustu við undirbúning og skipulag þess.
Í þessu sambandi má geta þess að með úrvinnslu aðgerðar 6.4. verða sett fram umhverfisskilyrði fyrir endurnýjun, viðhald og viðgerðir sem hægt er að nota í útboðum og verksamningum.
Lokaafurð aðgerðar
Lokaafurð aðgerðar felst í útgáfu leiðbeininga sem stuðla að vistvænu viðhaldi.
Fallið var frá því að vinna að því að uppfæra staðla skv. lýsingu við aðgerðina; nægur ávinningur fengist með leiðbeiningum um vistvænt viðhald.
Annað tengt efni
Erindi Ragnars Ómarssonar, Verkís, um vistvænt viðhald og rekstur fasteigna. Nýsköpun í mannvirkjagerð, 25. maí 2023, Nýsköpunarvika.
Tengiliður
Ragnar Ómarsson, Verkís, rom@verkis.is