4.9. Gefa út leiðbeiningar um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu og aðra endurnýtingu byggingarefna við hönnun nýrra mannvirkja og á endurbótum

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Á grundvelli niðurstaðna úr aðgerð 4.2., reynslu innlendra hagaðila og erlendis frá, verði unnar leiðbeiningar um endurnýtingu byggingarefna við hönnun nýrra mannvirkja og við endurbætur þeirra. Hönnun þarf að taka mið af niðurrifi, endurbótum eða breytingum mannvirkja, þannig að byggingar geti til dæmis tekið ný hlutverk á æviskeiðinu.

Markmið: Að stuðla að því að við hönnun endurbóta og nýrra mannvirkja sé ávallt tekið tillit til hringrásarhagkerfisins og loka líftíma mannvirkja, þ.e. til niðurrifs, undirbúnings endurnotkunar, endurvinnslu og annarrar endurnýtingar.

Ábyrgð: Grænni byggð.

Tími: 2023-2024.

Staðan febrúar 2024

Aðgerð hafin.

Verkís verkfræðistofa og Grænni byggð sóttu um styrk fyrir framkvæmd á aðgerð 4.9. og 4.10 í Ask – mannvirkjarannsóknasjóð og fékkst hluti af umsóttri styrkfjárhæð. 

Verkefnið ber heitið Fleygrúnir hringrásar mannvirkja og er vinna hafin við gerð leiðbeininga um meðferð bundins kolefnis – bæði við niðurtöku (aðgerð 4.10.) og hönnun á nýbyggingum og endurbótum (aðgerð 4.9.). 

Verkefnastjóri verkefnisins er Ragnar Ómarsson, stjórnarmaður Grænni byggðar og starfsmaður Verkís (rom@verkis.is). 

Lokaafurð aðgerðar

Leiðbeiningar um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun,
endurvinnslu og aðra endurnýtingu byggingarefna við hönnun nýrra mannvirkja og
á endurbótum.

Annað tengt efni 

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður, úthlutun ársins 2023 (sjá Fleygrúnir hringrásar mannvirkja, síður 38-39).

Tengiliður

Ragnar Ómarsson, stjórnarmaður Grænni byggðar og sérfræðingur hjá Verkís, rom@verkis.is