4.9. Gefa út leiðbeiningar um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu og aðra endurnýtingu byggingarefna við hönnun nýrra mannvirkja og á endurbótum

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Á grundvelli niðurstaðna úr aðgerð 4.2., reynslu innlendra hagaðila og erlendis frá, verði unnar leiðbeiningar um endurnýtingu byggingarefna við hönnun nýrra mannvirkja og við endurbætur þeirra. Hönnun þarf að taka mið af niðurrifi, endurbótum eða breytingum mannvirkja, þannig að byggingar geti til dæmis tekið ný hlutverk á æviskeiðinu.

Markmið: Að stuðla að því að við hönnun endurbóta og nýrra mannvirkja sé ávallt tekið tillit til hringrásarhagkerfisins og loka líftíma mannvirkja, þ.e. til niðurrifs, undirbúnings endurnotkunar, endurvinnslu og annarrar endurnýtingar.

Ábyrgð: Grænni byggð.

Tími: 2023-2024.

Staðan desember 2024

Aðgerð lokið.

Þessar leiðbeiningar voru unnar í tengslum við aðgerð 4.9 í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð. Aðgerðin felur í sér að útbúa leiðbeiningar um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu og aðra endurnýtingu byggingarefna. Leiðbeiningarnar byggja á niðurstöðum úr aðgerð 4.2, reynslu innlendra hagaðila og erlendra verkefna. Þær miða að því að tryggja að hönnun mannvirkja taki mið af hringrásarhagkerfinu og líftíma bygginga – allt frá nýtingu til niðurrifs og endurnotkunar.

Markmiðið er að stuðla að sjálfbærni í byggingariðnaði með því að auðvelda hönnuðum og verktökum að endurnýta og endurvinna byggingarefni á skilvirkan og ábyrgðarmikinn hátt.

Leiðbeiningarnar veita ítarlegar upplýsingar um hvernig má meta og vinna með efni eins og eldvarnarbúnað, pípulagnir, loftræstistokka, miðstöðvarofna, hreinlætistæki og hurðir. Þær innihalda skref-fyrir-skref aðferðir, dæmi úr raunverulegum verkefnum og tillögur um bestu starfsvenjur, bæði frá Íslandi og erlendis.

Leiðbeiningarnar eru birtar á vefsíðunni Hringvangur aðgengilegar bæði á íslensku og ensku undir fræðsla og miðlun.

Lokaafurð aðgerðar

Leiðbeiningar um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun,
endurvinnslu og aðra endurnýtingu byggingarefna við hönnun nýrra mannvirkja og á endurbótum.

Sértækt niðurrif

Efnis-og vöruhringrás

 

Leiðbeiningar um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu og aðra endurnýtingu byggingarefna

Guidelines for waste prevention, preparation for reuse, recycling and other reuse of building materials

Annað tengt efni 

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður, úthlutun ársins 2023 (sjá Fleygrúnir hringrásar mannvirkja, síður 38-39).

Tengiliður

Elín Þórólfsdóttir, HMS, elin.thorolfsdottir@hms.is
Katarzyna Anna Jagodzińska, Grænni byggð, kjag@graennibyggd.is
Ragnar Ómarsson, sérfræðingur hjá Verkís, rom@verkis.is