Staðan desember 2024
Aðgerð lokið.
Þessar leiðbeiningar voru unnar í tengslum við aðgerð 4.9 í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð. Aðgerðin felur í sér að útbúa leiðbeiningar um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun, endurvinnslu og aðra endurnýtingu byggingarefna. Leiðbeiningarnar byggja á niðurstöðum úr aðgerð 4.2, reynslu innlendra hagaðila og erlendra verkefna. Þær miða að því að tryggja að hönnun mannvirkja taki mið af hringrásarhagkerfinu og líftíma bygginga – allt frá nýtingu til niðurrifs og endurnotkunar.
Markmiðið er að stuðla að sjálfbærni í byggingariðnaði með því að auðvelda hönnuðum og verktökum að endurnýta og endurvinna byggingarefni á skilvirkan og ábyrgðarmikinn hátt.
Leiðbeiningarnar veita ítarlegar upplýsingar um hvernig má meta og vinna með efni eins og eldvarnarbúnað, pípulagnir, loftræstistokka, miðstöðvarofna, hreinlætistæki og hurðir. Þær innihalda skref-fyrir-skref aðferðir, dæmi úr raunverulegum verkefnum og tillögur um bestu starfsvenjur, bæði frá Íslandi og erlendis.
Leiðbeiningarnar eru birtar á vefsíðunni Hringvangur aðgengilegar bæði á íslensku og ensku undir fræðsla og miðlun.
Lokaafurð aðgerðar
Leiðbeiningar um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun,
endurvinnslu og aðra endurnýtingu byggingarefna við hönnun nýrra mannvirkja og á endurbótum.
Annað tengt efni
Askur – mannvirkjarannsóknasjóður, úthlutun ársins 2023 (sjá Fleygrúnir hringrásar mannvirkja, síður 38-39).