Staðan febrúar 2024
Aðgerð hafin.
Verkís verkfræðistofa og Grænni byggð sóttu um styrk fyrir framkvæmd á aðgerð 4.9. og 4.10 í Ask – mannvirkjarannsóknasjóð og fékkst hluti af umsóttri styrkfjárhæð.
Verkefnið ber heitið Fleygrúnir hringrásar mannvirkja og er vinna hafin við gerð leiðbeininga um meðferð bundins kolefnis – bæði við niðurtöku (aðgerð 4.10.) og hönnun á nýbyggingum og endurbótum (aðgerð 4.9.).
Verkefnastjóri verkefnisins er Ragnar Ómarsson, stjórnarmaður Grænni byggðar og starfsmaður Verkís (rom@verkis.is).
Lokaafurð aðgerðar
Leiðbeiningar um úrgangsforvarnir, undirbúning fyrir endurnotkun,
endurvinnslu og aðra endurnýtingu byggingarefna við hönnun nýrra mannvirkja og
á endurbótum.
Annað tengt efni
Askur – mannvirkjarannsóknasjóður, úthlutun ársins 2023 (sjá Fleygrúnir hringrásar mannvirkja, síður 38-39).