3.13. Uppfæra staðla og gefa út leiðbeiningar til að stuðla að vistvænu viðhaldi

Upplýsingar um aðgerð skv. II. hluta Vegvísis að vistvænni mannvirkjagerð, útg. í júní 2022:

Tekið til umræðu, með þátttöku Staðlaráðs Íslands, hvort hægt sé að gera viðbætur við staðla um ráðgjöf (ÍST-35) og verkframkvæmdir (ÍST-30) svo þeir endurspegli tækifæri fyrir vistvænar áherslur. Gerðar verði leiðbeiningar til ráðgjafa, eigenda og rekstraraðila mannvirkja um viðhald og endurbætur á húsnæði, þar sem grunnhugsunin er að velja úrræði sem veldur sem minnstum umhverfisáhrifum. Einnig verði gerðar leiðbeiningar fyrir verktaka um framkvæmd viðhalds og endurbóta.

Markmið: Að lengja líftíma mannvirkja og minnka kolefnisspor vegna viðhalds og endurbóta, með því að auka meðvitund á mikilvægi viðhalds og endurbóta annars vegar og hins vegar með því að auka þekkingu á lausnum fyrir viðhald og endurbætur.

Ábyrgð: HMS.

Tími: 2024.

Staðan febrúar 2024

Aðgerð í vinnslu.

Skipulagssvið Reykjavíkurborgar hefur í samstarfi við Verkís útbúið leiðbeiningar um viðhald fyrir fasteignaeigendur sem taka mið af umhverfissjónarmiðum hringrásarhagkerfis við áætlun og skipulagningu á endurnýjun og viðhaldi eldri húsa. 

Unnið er að því að ganga frá leiðbeiningunum til útgáfu í Hverfisskipulagi Reykjavíkur á árinu 2024.  Þessar leiðbeiningar verða aðgengilegar öllum og munu nýtast fasteignaeigendum og aðilum sem veita þeim þjónustu við undirbúning og skipulag þess.

Í þessu sambandi má geta þess að með úrvinnslu aðgerðar 6.4. verða sett fram umhverfisskilyrði fyrir endurnýjun, viðhald og viðgerðir sem hægt er að nota í útboðum og verksamningum.

Lokaafurð aðgerðar

Lokaafurð aðgerðar felst í útgáfu leiðbeininga sem stuðla að vistvænu viðhaldi.

Fallið var frá því að vinna að því að uppfæra staðla skv. lýsingu við aðgerðina; nægur ávinningur fengist með leiðbeiningum um vistvænt viðhald.

Annað tengt efni

Erindi Ragnars Ómarssonar, Verkís, um vistvænt viðhald og rekstur fasteigna. Nýsköpun í mannvirkjagerð, 25. maí 2023, Nýsköpunarvika.

Tengiliður

Ragnar Ómarsson, Verkís, rom@verkis.is