Fimm opnar vinnustofur verða haldnar á Teams á vegum verkefnisins Byggjum grænni framtíð. Til umræðu verða aðgerðir til að efla vistvæna mannvirkjagerð til ársins 2030 (í verkefninu er hugtakið ,,mannvirki” skilgreint sem húsbyggingar, vegir og brýr).
Skráðu þig til leiks með því að smella á viðeigandi hlekk:
- Vinnustofa 1: Lok líftíma mannvirkja / Hringrásarhagkerfi mannvirkjageirans
Þriðjudagur, 9. mars, kl. 13-15
Skráning á vinnustofu 1 - Vinnustofa 2: Notkunartími mannvirkja
Miðvikudagur, 10. mars, kl. 14-16
Skráning á vinnustofu 2 - Vinnustofa 3: Skipulag og hönnun mannvirkja
Fimmtudagur, 11. mars, kl. 10-12
Skráning á vinnustofu 3 - Vinnustofa 4: Byggingarefni
Þriðjudagur, 16. mars, kl. 14-16
Skráning á vinnustofu 4 - Vinnustofa 5: Orkuskipti á framkvæmdasvæðum
Fimmtudagur, 18. mars, kl. 14-16
Skráning á vinnustofu 5
Teams-hlekkur á hverja vinnustofu og frekari gögn verða send skráðum þátttakendum þegar nær dregur.
Við hvetjum alla hagaðila húsnæðis- og mannvirkjageirans til að taka virkan þátt og koma á framfæri sínum sjónarmiðum og þekkingu til verkefnisins.
Byggjum grænni framtíð er samstarfsverkefni stjórnvalda og atvinnulífsins.
Á vegum verkefnisins starfa sex hópar sem skipaðir eru rúmlega 30 sérfræðingum.