Verkefnastjóri samstarfsverkefnisins Byggjum grænni framtíð mun taka þátt í panelumræðum um loftslagsmál og hringrásarhagkefið, á Umhverfisþingi sem haldið verður þriðjudaginn 27. apríl.
Umhverfis- og auðlindaráðherra boðar til umhverfisþings annað hvert ár samkvæmt ákvæðum þar að lútandi í lögum um náttúruvernd. Þetta er tólfta þingið sem haldið er og verða umfjöllunarefnin að þessu sinni náttúruvernd, loftslagsmál og hringrásarhagkerfið.
Nánari upplýsingar um dagskrá þingsins og skráningu má finna á eftirfarandi vefslóð: www.stjornarradid.is/verkefni/umhverfi-og-natturuvernd/vidburdir-og-sjodir/umhverfisthing/