4.11. Áhersla lögð á byggingastarfsemi í úrgangsforvarnastefnunni Saman gegn sóun
Saman gegn sóun er almenn stefna umhverfis- og auðlindaráðherra um úrgangsforvarnir sem gildir frá árinu 2016 til 2027. Í stefnunni er lögð áhersla á nægjusemi, betri nýtni og minni sóun ásamt því að auka fræðslu til að koma í veg fyrir myndun úrgangs. Níu áhersluflokkar eru í brennidepli, þar af verða byggingar og byggingastarfsemi sérstakur áhersluflokkur 2024-2025. Sjá nánari upplýsingar á samangegnsoun.is.
Markmið: Að draga úr myndun úrgangs. Að draga úr losun. Að bæta nýtingu auðlinda. Að draga úr hráefnisnotkun. Að minnka dreifingu á efnum sem eru skaðleg heilsu og umhverfi.
Ábyrgð: Umhverfisstofnun.
Tími: 2024-2025.