5.3.6. Leiðbeiningar og gagnabanki um loftslagsmiðað skipulag
Unnar verði leiðbeiningar og gagnabanki fyrir loftslagsmiðað skipulag sem styður við samdrátt losunar gróðurhúsaloftegunda frá byggð, samgöngum og landnotkun ásamt aukinni kolefnisbindingu. Hægt verði að leita í leiðbeiningar og gagnabanka á einfaldan hátt.
Markmið: Að auka þekkingu, deila reynslu og nýta mannauð á skilvirkan hátt svo loftslagsmál fái fljótt sess í skipulagsvinnu.
Ábyrgð: Skipulagsstofnun.
Tími: 2022-2023.