Vefsíða í vinnslu.
Lífsferilsgreining (LCA)
Frá og með 1. september 2025 verður gerð krafa um lífsferilsgreiningu fyrir öll ný byggingarleyfisskyld mannvirki í umfangsflokkum 2. og 3., sbr. 1.3.2. grein í byggingarreglugerð. Jafnframt verður gerð krafa um að skila niðurstöðunum í gegnum rafræna skilagátt á vefsíðu Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar, bæði á hönnunarstigi áður en sótt er um byggingarleyfi og á lokastigi áður en lokaúttekt fer fram.
Vistvænni mannvirkjagerð er einkar mikilvæg þar sem talið er að 30-40% af losun á koltvíoxíði á heimsvísi stafi frá mannvirkjagerð og notkun.
Hvað er lífsferilsgreining?
Lífsferilsgreining (e. Life Cycle analysis eða LCA) er viðurkennd aðferð sem er notuð til að meta staðbundin og hnattræn umhverfisáhrif vöru eða þjónustu yfir alla virðiskeðjuna. Þannig er meðal annars tekið tillit til öflunar hráefna, framleiðslu, notkunar og förgunar.
Lykilatriði er að ef ekki er hægt að mæla það þá er ekki hægt að bæta það.
Fyrsta afurð nýrrar byggingarreglugerðar
Krafa um lífsferilsgreiningar er fyrsta afurð vinnu við heildarendurskoðun á byggingarreglugerð. Engu síður kemur krafan um gerð lífsferilsgreiningar í gegnum breytingar á núverandi byggingarreglugerð, en ekki með gerð nýrrar reglugerðar.
Lífsferilsgreining – niðurstöður
Niðurstöður lífsferilsgreiningar fyrir Háteigsveg 59 voru um margt áhugaverðar. Nálgast má heildarniðurstöðurnar á heimasíðu Félagsbústaða sem er hér að neðan.
Helstu niðurstöður voru: Mannvirkið er enn í byggingu. Lífsferilsgreiningin verður birt að mannvirkjagerðinni lokinni. (Texta vantar).
Líftímakostnaðargreining
Líftímakostnaðargreining (e. Life Cycle Cost eða LCC) er notuð til að meta heildarkostnað sem fellur til við byggingu eða rekstur mannvirkis frá upphafi til enda eða við allan lífsferil vöru og/eða þjónustu. Þar er meðtalinn stofn-, rekstrar-, viðhalds- og förgunarkostnaður.
LCC greining sem gerð er samhliða lífsferilsgreiningu (LCA) auðveldar til dæmis verkkaupa að halda utan um það að eiga fasteign með tilliti til umhverfis- og kostnaðarsjónarmiða.
Líftímakostnaðargreining – niðurstöður
Líftímakostnaðargrieningin fyrir Háteigsveg 59 var um margt áhugaverð. Nálgast má heildarniðurstöðurnar á heimasíðu Félagsbústaða og hér að neðan.
Hestu niðurstöður voru: Mannvirkið er enn í byggingu. Lítímakostnaðargreiningin verður birt að mannvirkjagerðinni lokinni. (Texta vantar).