Search
Close this search box.

Kynning: Ný viðmið Svansins fyrir nýbyggingar

Upptaka af viðburði: Opin kynning á nýjum viðmiðum fyrir Svansvottaðar nýbyggingar | Svanurinn – Norræna umhverfismerkið

Umhverfisstofnun og umhverfismerkið Svanurinn vekja athygli á opinni kynningu á nýjum viðmiðum Svansins fyrir nýbyggingar þriðjudaginn 28. mars 2023 kl 11 í opnu streymi.

Áætlað er að heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sé um 30-40% bara frá mannvirkjagerð á heimsvísu og því ljóst að það þurfi að bregðast hratt við í byggingariðnaðinum. Einnig er umhverfismengun eitthvað sem verður sífelt meira áberandi í umræðunni en mörg þeirra byggingarefna sem notuð eru í byggingariðnaðinn geta verið skaðleg heilsu fólks.

Umhverfisvottaðar byggingar eru þess vegna að verða vinsælli kostur og hefur verið mikil augning í umsóknum Svansvottaðra bygginga á síðustu tveimur árum. Umhverfisvottanir eru góður rammi fyrir þá sem hanna og byggja hús til að fylgja eftir og sjá til þess að kolefnisspor byggingar sé haldið í lágmarki, byggingarefni séu valin sem ekki eru skaðleg heilsu fólks, að orkunýting byggingarinnar sé í lágmarki og svona mætti lengi telja.

Viðmiðin sem verið er að gefa út núna eru númer 4 í röðinni en þau eru hert á nokkura ára fresti til að fylgja helstu straumum og tækniþróun í umhverfismálum. Helstu breytingarnar á kröfunum eru meðal annars í orku- og loftslagskaflanum, kaflanum um hringrásarhagkerfið og fleira.