Innan samstarfsverkefnisins Byggjum grænni framtíð starfar hópur sem hefur það hlutverk að meta losun mannvirkjageirans á Íslandi. Er þetta í fyrsta sinn sem slík vinna fer fram hér á landi.
Í hópnum sitja:
– Sigríður Ósk Bjarnadóttir (hópstjóri), aðjúnkt við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ og byggingarverkfræðingur hjá VSÓ,
– Björn Marteinsson, fyrrv. dósent við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ og sérfræðingur hjá NMÍ,
– Ólafur H. Wallevik, prófessor við Iðn- og tæknifræðideild HR og forstöðumaður hjá NMÍ,
– Jukka Heinonen, prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ og
– Sigurður L. Thorlacius, umhverfisverkfræðingur hjá Eflu.
Þriðjudaginn 1. júní 2021 var haldin opin málstofa á Teams, þar sem Sigríður, Björn og Jukka kynntu störf hópsins, gagnaöflun hans og aðferðafræðina við matið á losuninni. Í framhaldinu gafst fundargestum tækifæri til að koma með spurningar og ábendingar til hópsins í sérstökum umræðutíma.
Hér má nálgast upptöku af málstofunni.