Norræn vefráðstefna um vistvæna mannvirkjagerð 8. sept.

Þann 8. september 2022 kl. 10:00-13:00 á íslenskum tíma fer fram rafrænn viðburður um þróun vistvænnar mannvirkjagerðar á Norðurlöndunum.

Viðburðurinn er skipulagður af norsku mannvirkjastofnuninni í samstarfi við HMS og aðrar norrænar systurstofnanir.

Rætt verður m.a. um regluverk sem á að stuðla að minni losun frá mannvirkjageiranum og sagt frá norrænum samstarfsverkefnum á sviði vistvænnar mannvirkjagerðar.

Dagskrá viðburðarins má nálgast hér.

Öll áhugasöm eru hvött til að skrá sig fyrir 5. september n.k.: SKRÁNING