Í mars 2023 skilaði starfshópur um skatta og skattaívilnanir á sviði umhverfismála skýrslu til fjármála- og efnahagsráðherra.
Hópurinn leggur fram tillögur á níu sviðum, m.a. varðandi vistvæna mannvirkjagerð. Í umfjöllun um hvata til vistvænnar mannvirkjagerðar kemur fram:
„• Starfshópurinn styður tillögu samstarfsvettvangsins ,,Byggjum grænni framtíð“ þess efnis að auknu fjármagni verði varið í Orkusjóð og rannsóknarsjóði, m.a. Ask – mannvirkjarannsóknarsjóð, með það að markmiði að styrkja enn frekar rannsóknir, þróun, nýsköpun og fjárfestingu á sviði vistvænnar mannvirkjagerðar, t.a.m. rannsóknir á vistvænu byggingarefni, lífsferilsgreiningum mannvirkja o.fl. Það er mat starfshópsins að stuðningur í formi útgjalda sé markvissari og gagnsærri leið en að beita skattaívilnunum.
• Greining fari fram á kostum og göllum þess að endurgreiðsluheimild VSK til byggjenda og eigenda íbúðarhúsnæðis vegna byggingar, endurbóta eða viðhalds taki mið af umhverfissjónarmiðum, t.a.m. umhverfisvottun vegna nýbygginga og vistvænum þáttum vegna endurbóta og viðhalds. Við heildarendurskoðun laga um virðisaukaskatt verði enn fremur litið sérstaklega til möguleika á að beita vistvænum hvötum við byggingu, endurbætur og viðhald húsnæðis.“
Þess má geta að á grundvelli aðgerðar 6.1. í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð 2030 unnu HMS og Samtök iðnaðarins tillögur að grænum hvötum til mannvirkjagerðar og afhendu framangreindum starfshópi í lok árs 2021. Tillögurnar voru unnar í virku samtali við helstu hagaðila mannvirkjageirans.
Hér er frétt um útgáfu skýrslunnar á vef stjórnarráðsins.