Search
Close this search box.

Úthlutun úr Aski 2022: 39 rannsóknar- og nýsköpunarverkefni hlutu styrk

Þann 22. febrúar 2023 hlutu 39 nýsköpunar- eða rannsóknarverkefni styrki samtals að fjárhæð 95 m.kr. úr Aski – mannvirkjarannsóknasjóði. Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla,- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, afhentu styrkina við athöfn í húsakynnum HMS.

Styrkirnir voru veittir til mannvirkja­rannsókna með áherslu á aukna þekkingu, umbætur og nýsköpun til að mæta samfélagslegum áskorunum á sviði mannvirkjagerðar, m.a. í umhverfismálum.

Ljóst er að Askur hefur reynst mikilvægt tæki til að hrinda nokkrum aðgerðum í Byggjum grænni framtíð í framkvæmd en samfélag styrkhafa Asks myndar hreyfiafl framfara í iðnaðinum.

Askur – mannvirkjarannsóknasjóður var stofnaður árið 2021 og er fjármagnaður af innviðaráðuneytinu og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytinu en umsýsla hans er í höndum HMS. Að þessu sinni bárust 62 umsóknir, sem samtals nema 472 m.kr. Sérstakt fagráð var skipað til að meta umsóknir og gerðu tillögu að úthlutun til innviðaráðherra sem veitir styrkina samkvæmt reglum sjóðsins.

Nánari upplýsingar um úthlutunina og upptöku af erindum má nálgast hér.

Næsta úthlutun verður auglýst í september 2023.