Viðburður 27.4.23: Grænt stökk í mannvirkjagerð. Lendager á Íslandi

Staður: Grand hótel Sigtúni og í streymi

Stund: 27. apríl kl. 13:00-16:20

Tímamótafundur fyrir verktaka, fasteignaþróunarfélög, verkfræðistofur, arkitektastofur, sveitarfélög og háskólasamfélagið.

Á fundinum verður kynnt vegferð norrænna og íslenskra stjórnvalda og þau nýju tækifæri og framfarir sem felast í grænum umbreytingum í framkvæmd mannvirkjamála.

Lendager verður lykilfyrirlesari en hann er danskur arkitekt sem hefur tekið málefnið í sínar hendur og sýnt fram á að það er hægt að taka grænt stökk í mannvirkjagerð. Hann mun halda leiðandi erindi þar sem hann kynnir hugmyndafræðina, nýtt sjónarhorn og ný atvinnutækifæri sem felast í breytingunum. Auk þess munu leiðandi aðilar kynna þær umbreytingar sem eru í farvatninu.

Þetta er tímamótaviðburður sem enginn í bransanum má láta framhjá sér fara.

Hér má nálgast dagskrá fundarins og skráningarhlekk.