Þann 21. mars 2023 stóð umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið fyrir vinnustofu um aðlögun mannvirkjagerðar að loftslagsbreytingum. Það var ánægjulegt að sjá mikla og fjölbreytta þátttöku í gagnlegum umræðum en um er að ræða málaflokk sem hefur ekki fengið mikla athygli og umfjöllun hingað til.
Hér má nálgast upptöku af erindum sem haldin voru á vinnustofunni.
Þetta var sjöunda vinnustofan af u.þ.b. tólf í samráðsferli til undirbúnings fyrir áætlanagerð Landsáætlunar um aðlögun að loftslagsbreytingum.
Hér er vefsíða verkefnisins þar sem hægt er að skoða samantektir frá fyrri vinnustofum og annað fróðlegt efni.