Þannig þarf m.a. að tryggja rafmagn og vatn fyrir vinnuvélar og vinnubúðir. Þetta verður m.a. gert með viðburðum og smærri fundum. Einnig með sérstakri hvatningu til opinberra verkkaupa, veitufyrirtækja, sveitarfélaga og byggingaraðila um að þau skilgreini og innleiði sérstaka verkferla sem stuðla að þessari þróun.
Þá ætlar Reykjavíkurborg að leita samstarfs við Veitur til að tryggja aðkomu Veitna að framkvæmdasvæðum fyrr í framkvæmdaferlum og skoða veitukerfi og eftir atvikum aðra innviði (þ.m.t. afkastagetu heimtauga), með það fyrir augum að greina til hvaða aðgerða þyrfti að grípa svo gera mætti framkvæmdaaðilum kleift að fullnægja orkuþörf sinni á framkvæmdasvæðum í Reykjavík með rafmagni eingöngu.
Markmið: Að stuðla að því að nauðsynlegir innviðir séu til staðar á framkvæmdasvæðum við upphaf verkefna, sem leiða til minni losunar.
Ábyrgð: Eftir atvikum HMS, Samband íslenskra sveitarfélaga, SI, Framkvæmdasýslan – Ríkiseignir, Grænni byggð, Græna orkan, Reykjavíkurborg og orkufyrirtæki.
Tími: 2022-2023.