1.5. Stuðla að auknu samtali ólíkra hagaðila um uppbyggingu á úrvinnslu skógarafurða og annarra tengdra afurða
Fulltrúar skógræktarfélaga, atvinnulífs, rannsóknarsamfélags og stjórnvalda leiði saman hesta sína til að efla rannsóknir, þróun og þekkingu á skógaafurðum, ræða nauðsynlega uppbyggingu á innviðum, tækjakosti og námi í landinu, breytingar á regluverki, viðskiptatækifæri og annað sem styður við þróun á sölu- og samkeppnishæfum skógarafurðum. Fylgja þarf eftir niðurstöðum skýrslunnar Horft fram á við í afurða- og markaðsmálum skóga, þar sem fjallað er um afurða- og markaðsmál í skógrækt.
Markmið: Að efla nytjaskógrækt og sambærilega ræktun á Íslandi. Að örva þróun og útbreiðslu á viðarvinnslu. Að gera skógargeirann og tengdar greinar samkeppnishæfari og sýnilegri.
Ábyrgð: Skógræktin, Bændasamtök Íslands, HMS, Trétækniráðgjöf, Límtré Vírnet og fleiri viðeigandi aðilar.
Tími: 2022 og áfram.