Vinnustofa 6. mars 2024 um umhverfisskilyrði í útboðum og verksamningum.

Ríkiskaup, Samtök iðnaðarins, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Grænni byggð boða til opins samtals um umhverfisskilyrði í útboðum og verksamningum hér á landi. Fundurinn fer fram miðvikudaginn 6. mars kl. 14.00 til 15.30 í Húsi atvinnulífsins að Borgartúni 35, í fundarsalnum Hyl. Skráning: https://www.si.is/upplysingar-og-utgafa/a-dofinni/skraning/nanar/2042 Dagskrá Read More

Norræn vefstofa um hringrásarhagkerfið í byggingariðnaðinum 28.09. kl. 10

Þann 28.september kl.10:00-13:30 að íslenskum tíma verður haldin spennandi vefstofa þar sem rædd verða tækifæri byggingargeirans á Norðurlöndunum til að auka endurnotkun og endurvinnslu. Viðburðurinn er haldinn á vegum norræna vinnuhópsins um hringrásarhagkerfið undir norrænu ráðherranefndinni og Nordic Circular Hotspot. Skráning á viðburðinn Read More

6.2. Efla umræður og fræðslu á samstarfsvettvangi sveitarfélaga um græna fjármögnunarmöguleika sveitarfélaga og hagræna hvata sem þau geta boðið upp á fyrir vistvæna mannvirkjagerð

Sveitarfélög (sem aðilar með stjórnsýslu- og skipulagsvald og eigendur mannvirkja) hafa fjölda tækifæra til að stuðla að vistvænni mannvirkjagerð með sérstökum hvötum. Flest sveitarfélaganna eru að taka sín fyrstu skref í þessu sambandi og því nauðsynlegt að skapa vettvang þar sem sveitarfélögin geta miðlað og deilt reynslu sinni og þekkingu, og um leið tekið við hugmyndum frá aðilum mannvirkjageirans.

Markmið: Að styrkja sveitarfélögin í uppbyggingu hvata fyrir vistvæna mannvirkjagerð með samtali.

Ábyrgð: Samband íslenskra sveitarfélaga og SI.

Tími: 2022 og áfram.