1.6. Þróun á loftslagsvænni steypu
Fulltrúar atvinnulífs, rannsóknarsamfélags og stjórnvalda leiði saman hesta sína til að efla rannsóknir, þróun og þekkingu á loftslagsvænni steypu, ræða nauðsynlegar breytingar á regluverki, auka endurmenntun o.þ.h.
Markmið: Að örva þróun og auka notkun á loftslagsvænni steypulausnum.
Ábyrgð: Steinsteypufélag Íslands, HMS, Grænni byggð og fleiri viðeigandi aðilar.
Tími: 2022 og áfram.