6.10. Koma á fót átaksverkefni um vistvæn skref innan byggingariðnaðarins
Farið verði í átaksverkefni sem hvetur og aðstoðar fyrirtæki innan mannvirkjageirans til að taka vistvæn skref. Fyrirtæki sem taka þátt setji sér markmið og skuldbindi sig til að uppfylla ákveðinn fjölda af valkvæðum kröfum (t.d. innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfi, flokkun úrgangs á verkstað skv. lögum, notkun vistvænna vinnuvéla, mælingar á losun á framkvæmdasvæði o.s.frv.). Samhliða verði keyrð öflug fræðsluáætlun og stuðningur veittur fyrir árangursríka innleiðingu. Við þróun verkefnisins er til dæmis hægt að fá andagift frá World Green Building Council (The Net Zero Carbon Buildings Commitment), Danmörku (Frivillig bæredygtihedsklasse) og verkefninu Ábyrg ferðaþjónusta.
Markmið: Að efla meðvitund, þekkingu, metnað og samstöðu byggingargeirans um vistvæna mannvirkjagerð og styðja við fyrirtæki innan hans til að grípa til skilvirkra aðgerða.
Ábyrgð: Óljóst.
Staðan í maí 2022: Undirbúningur hafinn.
Tími: 2022.