6.2. Efla umræður og fræðslu á samstarfsvettvangi sveitarfélaga um græna fjármögnunarmöguleika sveitarfélaga og hagræna hvata sem þau geta boðið upp á fyrir vistvæna mannvirkjagerð

Sveitarfélög (sem aðilar með stjórnsýslu- og skipulagsvald og eigendur mannvirkja) hafa fjölda tækifæra til að stuðla að vistvænni mannvirkjagerð með sérstökum hvötum. Flest sveitarfélaganna eru að taka sín fyrstu skref í þessu sambandi og því nauðsynlegt að skapa vettvang þar sem sveitarfélögin geta miðlað og deilt reynslu sinni og þekkingu, og um leið tekið við hugmyndum frá aðilum mannvirkjageirans.

Markmið: Að styrkja sveitarfélögin í uppbyggingu hvata fyrir vistvæna mannvirkjagerð með samtali.

Ábyrgð: Samband íslenskra sveitarfélaga og SI.

Tími: 2022 og áfram.

Opin vinnustofa 11. ágúst: Samræming lífsferilsgreininga fyrir íslenskar byggingar 

Mótun samræmdrar aðferðafræði við gerð lífsferilsgreininga fyrir byggingar á Íslandi er að hefjast, í samræmi við aðgerð 5.1.3. í Vegvísi að vistvænni mannvirkjagerð. Vegvísirinn kom út í júní 2022 á vegum Byggjum grænni framtíð, samstarfsverkefnis stjórnvalda og hagaðila byggingariðnaðarins um Read More

Upptaka, dagskrá, skráning og streymi: Nordica, 9. júní, kl. 14:00 – Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030

Upptöku af fundinum má nálgast hér: Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 on Vimeo Útgáfuviðburður á Nordica, 9. júní 2022, kl. 14: Vegvísir að vistvænni mannvirkjagerð 2030 Byggjum grænni framtíð boðar til fundar í tilefni af útgáfu á Vegvísi að vistvænni Read More

Straumhvörf með breyttu regluverki um steypu – Morgunfundur á Nauthóli 2. maí kl. 11

Innviðaráðuneytið og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun standa að morgunfundi á Nauthóli, 2. maí kl. 11-12, þar sem kynnt verða straumhvörf í byggingariðnaði með fyrirhuguðum breytingum á kafla um steypu í byggingarreglugerð. Kynntar verða tillögur að breytingum á steypukafla byggingarreglugerðar, sem sérstakur Read More