5.2.6. Fræðsla til sveitarfélaga um vottanir
Upplýsingaátak til sveitarfélaga með fyrirlestrum og upplýsingaefni um vottanir og niðurstöður á rannsóknum um þær, sem hægt er að horfa til í framkvæmdum og við val á byggingarefnum.
Markmið: Að sveitarfélög þekki kosti vottanakerfa og hvar þau geta nýst í rekstri sveitarfélaga.
Ábyrgð: Umhverfisstofnun, Samband íslenskra sveitarfélaga og fleiri viðeigandi aðilar.
Tími: 2022-2023.